Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 28
lítt fallnar til virkjunar. Auk þess er vatnasvið þeirra yfirleitt lítið
og meðalrennsli því ekki mikið.
Þetta gildir ekki síst um suðurhluta sýslunnar þar sem fall i
ánum er auk þess yfirleitt lítið. Þar er því naumast um álitlega
virkjunarstaði að ræða.
Um miðbik sýslunnar eru frá náttúrunnar hendi vötn (Þið-
riksvallavatn, Hrófbergsvatn) sem miðla nokkuð rennsli og nýtir
Þverárvirkjun Þiðriksvallavatn sem miðlun. Vatnsmestu árnar á
þessu svæði Staðará, Selá og Bjarnarfjarðará hafa hvorki um-
talsverða miðlunarmöguleika né álitlegt fall til virkjunar. I
norðursýslunni eru svo engin vatnsmikil vatnsföll fyrr en kemur
norður í Ófeigsfjörð (Húsá, Rjúkandi, Hvalá, Eyvindarfjarðar-
á). Eru því tæpast líkur fyrir nema mjög smáum vatnsaflsvirkj-
unum fyrr en þar norður frá.
Virkjanleg orka
Lausleg athugun á aðstæðum á hinum ýmsu stöðum bendir til
þess að virkjanleg vatnsorka í Strandasýslu sé um 140—150
GWst á ári, en það svarar til tæplega 0,5% af allri virkjanlegri
vatnsorku landsins.
Ef þetta er umreiknað í kWst á íbúa kemur í ljós að hlutur
Strandasýslu svarar til um 125.000 kWst á íbúa, en það er
nokkuð undir meðaltali landsins, sem ekki er óeðlilegt þegar
virkjanir stóránna á Suður- og Norðurlandi eru hafðar í huga.
Líklegir virkjunarstaðir
Þverá við Hólmavík
Þverá var virkjuð 1952—1953 og er uppsett vélaafl nú 1736
kW. Árleg orkuvinnsla hefur verið um og yfir 3 Gwst síðustu árin
og fer vaxandi. Vegna ónógrar miðlunar og rennslis er orku-
framleiðslan talsvert undir getu uppsetta aflsins og því æskilegt
að úr verði bætt, enda orkuskortur vaxandi á veitusvæðinu, sem
nær orðið suður í Barðastrandasýslu og Dali.
Tvennt raunhæft virðist vera til úrbóta. Annars vegar veita
26