Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 31
fossinn er líklega um eða yfir 60 m hár. Þannig hagar til að
fossinn steypist ofan í þröngt og hrikalegt gljúfur og þverbeygir
farvegurinn um leið til suðurs stuttan spöl, en tekur síðan aftur
austlæga stefnu. Þetta veldur því að fossinn sést ekki frá byggð
þótt fjarlægð hans frá sjó sé aðeins um 2 km.
Að sögn heimamanna í Ófeigsfirði hefur fossinn ekkert nafn
þótt merkilegt megi teljast, þar sem hann er í röð tignarlegri
fossa landsins, þótt vatnsmagn hans sé að vísu ekki sambærilegt
við fossa stóránna.
Staðsetning orkuvers við Hvalá þ.e. norðan við alla byggð á
Ströndum og fjarri orkunotendum er að sjálfsögðu óhagstæð að
minnsta kosti virðist svo við fyrstu sýn. Ófeigsfjörður er ennþá
ekki kominn í vegasamband og jafnvel þó úr því yrði bætt má
búast við að vegasamband suður Strandir verði aðeins opið yfir
sumarmánuðina að minnsta kosti í nánustu framtíð.
Þetta er þó reyndar litlu óhagstæðara ástand en við Mjólkár-
virkjun sem er að jafnaði án vegasambands október—nóvember
til apríl—maí eða 6—7 mánuði á ári.
Um orkuflutninga til notenda er það að segja að líklegast yrði
lögð háspennulína vestur yfir Ófeigsfjarðarheiði, sem tengjast
myndi inn á tengilínu frá Byggðalínu (ef byggð verður) í
Hrútafirði til Vestfjarða. Vegalengdin frá Hvalárvirkjun að
hugsanlegri virkjun Þverár á Laugardalsströnd í ísafjarðardjúpi
er rúmlega 30 km og línustæði sennilega all gott.
Þegar allt kemur til alls er því staðsetningin ekki svo afleit, að
hægt sé að útiloka þennan virkjunarmöguleika vegna óhagræðis
af staðsetningunni, þó hún virki að sjálfsögðu neikvætt á hag-
kvæmnina.
Aðrir virkjunarstaðir
Nokkra aðra virkjunarstaði hefur verið bent á, en þeir eru þó
ekki líklegir við fyrstu sýn. Má þar nefna eftirfarandi:
Selá í Steingrímsfirði um 16 km frá sjó. Hér er um fremur lítið
fall að ræða ogtakmarkaða miðlunarmöguleika og stærðvirkjun-
ar þvi aðeins um 1000 Kw.
29