Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 33
Jón Kristjánsson:
Ungmennafélagið Harpa
í Bæjarhreppi Strandasýslu
50 ára
Vakning ungmennafélaganna var sókn fólksins sjálfs, án þess
að skáld og stórmennu gengju í fararbroddi. Æska íslands í bæj-
um jafnt sem sveitum, varð svo að segja í einu vetfangi hug-
fangin af stórkostlegum framfarardraumum. Hún ætlaði að láta
að sér kveða í lokabaráttunni fyrir sjálfstæði þjóðarinnar og
stuðla að aukinni menningu. Sem tákn þessara hugsjóna kom
óskin um að klæða hinar beru hlíðar fjallanna blómlegum skógi,
eins og verið hafði á fullveldisöld, og þegar hér dafnaði menning,
sem átti ekki sína líka í allri álfunni.
Neistinn kom frá Noregi. Árið 1905 skildu Norðmenn við Svía
og rnunaði litlu, að til styrjaldar drægi milli þjóðanna, en norsk
æska var altekin baráttuvilja. Fordæmi Norðmanna eggjaði ís-
lendinga til dáða, jarðvegurinn var undirbúinn. Eftir hin þung-
bæru hallærisár 1880—90 komu mildir og hagstæðir tímar.
Sólin hafði skinið á landið, og hlýir vindar blásið um hin beru
fjöll. Frelsisbarátta Jóns Sigurðssonar var farin að bera ávöxt.
Kynslóðin, sem tók við af honum, hafði unnið mikið dagsverk.
Stjórnin fluttist inn í landið, en ísland var þó enn óaðskiljan-
legur hluti Danaveldis. Danski fáninn blakti við hún í landinu,
þjóðin átti engin skip. Hún kunni lítt til sjómennsku, nema á
opnum bátum og hafði úrelt tæki til iðnaðar og ræktunar. Þjóðin
31