Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 43

Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 43
hendur. Félagssvæði Hörpu náði nú yfir allan hreppinn, nema þrjá innstu bæina og hafði svo verið, síðan Málfundafélagið lagði niður starfsemi sína, en það var á árunum milli 1930—1940. Upp úr þessu fór félagið að sinna íþróttamálum með talsverðum dugnaði. Harpa gekk þá í U.M.F.Í. og um svipað leyti í Héraðssamband Strandasýslu, HSS. Félagið kom sér upp knattspyrnuvelli á Kollsármelum og voru æfingar stundaðar af miklu kappi. Þá fór Harpa að taka þátt í knatt- spyrnukeppni milli ungmennafélaganna innan sýslu og náði til- tölulega fljótt umtalsverðum árangri. Fyrir kom, að félagið fengi þjálfara, en annars æfðu þeir mikið án tilsagnar. Frjálsar íþróttir voru mikið stundaðar, og hafði félagið oft leiðbeinendur, er gátu veitt góða tilsögn. U.M.F. Harpa hefur síðan tekið þátt í íþróttamótum HSS með góðum árangri, m.a. unnið oft í sumum keppnisgreinum. Blað félagsins, Hvöt, hafði komið nokkuð reglulega út allt frá stofnun félagsins fram yfr árið 1940, en þá fór að draga úr þessari starfsemi, ogá árunum 1950—1960 kom blaðið ekki út. Skömmu eftir endurreisn félagsins komu út tvö eintök af Hvöt, mjög myndarlega úr garði gerð, og sást þar ljóslega að innan félagsins var allstór hópur manna, er bæði gat og vildi standa, að slíkri útgáfu. Blaðið Hvöt er orðið allmikið að vöxtum og kennir þar margra grasa. Einkum hefur fyrsta ritnefnd, er lengi sá um útgáfuna, unnið þar mikið starf, en margir aðrir félagsmenn hafa einnig styrkt útgáfu blaðsins með því að senda því efni. Svo vel hefur verið gætt Hvatar og gjörðabóka félagsins, að allt er víst og velútlítandi eftir fimmtíu ár. Það er góð eign, sem gefur glögga mynd af starfi félagsins á umræddu tímabili. Við lifum á miklum breytingatímum, og má því vera að samkomuhús U.M.F. Hörpu að Borgum hafi um nokkurt skeið hætt að uppfylla þær kröfur, sem nú eru gerðar til slíks húsnæðis. Það hefur því verið eitt aðaláhugamál Hörpu að skapa sér að- stöðu í nýju húsnæði. Þegar hafizt var handa um byggingu nýja barnaskólans á Borðeyri, náðist samkomulag við sveitarstjórn og skólayfirvöld um það, að veita U.M.F. Hörpu, kvenfélaginu Iðunni o.fl. aðstöðu í skólahúsinu og var húsið hannað með þetta 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.