Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 44

Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 44
fyrir augum. Skólahúsið var tilbúið til þessara nota um s.l. ára- mót og hafa félögin þegar hafið starfsemi sína þar. Er fram- tíðaraðstaða Hörpu var tryggð í nýja skólanum, var gamla samkomuhúsið að Borgum selt bóndanum þar. Það hefur margt breytzt á s.l. fimmtíu árum. Ýmis mál, er ungmennafélögin höfðu í upphafi á stefnuskrá sinni, eru nú komin í hendur annarra félagssamtaka og er þar skógræktin efst á blaði. Það mál er svo til eingöngu i höndum Skógræktar ríkisins og hinna ýmsu skógræktarfélaga. Að vísu eiga mörg ungmennafélög sína sérstöku skógarlundi. Nú á tímum er starf- andi og fer alltaf fjölgandi alls konar félagsskapur um alla skap- aða hluti. Því vaknar sú spurning, hvort ungmennafélögin séu ekki orðin óþörf og verkefnalaus, þar sem önnur félög séu búin að taka yfir verkefni þeirra að miklu leyti. Ég er ekki á þeirri skoðun, ég tel, að ungmennafélögin eigi og þurfi að starfa áfram og sinna því sem meginverkefni að vekja og virkja æskufólk til átaks og dáða og kenna því að gera fyrst og fremst kröfur til sjálfs sín og vinna þannig gegn þeirri óheilla- þróun, sem nú virðist vera mjög ríkjandi eins og það, að vaðið sé upp með ýmsar vafasamar kröfugerðir. Það hafa margir, þeirra á meðal ýmsir þjóðkunnir menn, sagt, að einmitt kynni þeirra og störf í ungmennafélögunum, hafi reynzt hollur skóli og e.t.v. þar fengizt bezta veganestið. Hér hefur í fáum orðum verið getið 50 ára starfs Ungmenna- fél. Hörpu og drepið á það helzta, er það hefur framkvæmt. Þeirri hlið, er snýr inn á við, að félögunum sjálfum, hvað þeim hverjum og einum hefur áunnizt með starfi sínu þar, tel ég mig ekki færan um að dæma. Eitt er víst, að það er alveg sama hvern maður hittir af fyrrverandi félögum Hörpu, og félagið og starf þess berst i tal, eiga allir þaðan góðar endurminningar og afger- andi er þakklætið og hlýhugurinn til Hörpu. Eg held, að afstaða gömlu félaganna segi nokkuð til um það, hvernig Hörpu hefur tekizt að rækja hlutverk sitt. Ég vænti þess, að hið nýja og fullkomna húsnæði félagsins verði því hvöt til aukinna átaka, enda þótt það hafi starfað allvel hin síðari ár við erfiðar aðstæð- ur. 42
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.