Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 54
Árið 1890 eru fjórar engjamanneskjur á Hrófbergi. Um þær
allar yrkir Magnús og byrjar á Ara, og er hans vísa á þessa leið.
Yrki ég um afreksmann,
Ari slá og binda kann.
Reynir knáar hendur hann
hefur ljáinn flugbeittan.
Vorið 1894 fór Ari til bús að Geirmundarstöðum með Guðrúnu
Ólafsdóttur, er varð ekkja þá um vorið. Maður hennar,
Guðmundur Guðmundsson, drukknaði 5. april í hákarlalegu frá
Gjögri, á skipinu Stíganda frá Hellu á Selströnd. Ari giftist
Guðrúnu árið 1895, og bjuggu þau fyrst nokkur ár á Geir-
mundarstöðum, en síðar á Kleifum á Selströnd. Svo bjuggu þau
á Hólmavík, en fluttu þaðan að Drangsnesi og hvíla þau í sömu
gröf á Kaldrananesi. Börn þeirra voru: Magndís Anna, f. 1895 og
Guðmundur, f. 1896, en hann dó ungur. Magndís átti Jón Pétur
Jónsson á Drangsnesi. Eiga þau fjögur börn.
Ari var fjöldamörg ár formaður, allt fram á elliár og farnaðist
jafnan vel, þótt stundum væri alldjarft sótt.
Vorvertíðin
Árið 1893 er Ari vinnumaður á Hrófbergi. Hafði sú ráðagerð
verið samin um veturinn, að hann yrði um vorið formaður á báti,
er Jón Jónsson, óðalsbóndi á Laugabóli í Nauteyrarhreppi átti.
Skyldi bátnum róið úr Hnífsdal og uppsátur vera í hinni svo-
nefndu Laugabólsbúð, er þá var innsta bygging í Hnifsdal á
hinum svonefndu Stekkjum. Til háseta réði hann þrjá unga
menn úr sinni sveit, þá Sigurð Gunnlaugsson á 21. ári, Ingólf
Jónsson á 19. ári og Magnús Steingrímsson á 18. ári. Ari var þá
33 ára.
Byrjaði vorvertíð við Isafjarðardjúp venjulega um páska á
þeim árum. Voru páskar þá 2. apríl, en nú skyldi byrja nokkru
fyrr, enda var þarna búð til að fara í, sem staðið hafði auð um
veturinn, og áttu þeir Laugabóls- og Arngerðareyrarbændur,
Jón og Ásgeir hana saman.
52