Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 54

Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 54
Árið 1890 eru fjórar engjamanneskjur á Hrófbergi. Um þær allar yrkir Magnús og byrjar á Ara, og er hans vísa á þessa leið. Yrki ég um afreksmann, Ari slá og binda kann. Reynir knáar hendur hann hefur ljáinn flugbeittan. Vorið 1894 fór Ari til bús að Geirmundarstöðum með Guðrúnu Ólafsdóttur, er varð ekkja þá um vorið. Maður hennar, Guðmundur Guðmundsson, drukknaði 5. april í hákarlalegu frá Gjögri, á skipinu Stíganda frá Hellu á Selströnd. Ari giftist Guðrúnu árið 1895, og bjuggu þau fyrst nokkur ár á Geir- mundarstöðum, en síðar á Kleifum á Selströnd. Svo bjuggu þau á Hólmavík, en fluttu þaðan að Drangsnesi og hvíla þau í sömu gröf á Kaldrananesi. Börn þeirra voru: Magndís Anna, f. 1895 og Guðmundur, f. 1896, en hann dó ungur. Magndís átti Jón Pétur Jónsson á Drangsnesi. Eiga þau fjögur börn. Ari var fjöldamörg ár formaður, allt fram á elliár og farnaðist jafnan vel, þótt stundum væri alldjarft sótt. Vorvertíðin Árið 1893 er Ari vinnumaður á Hrófbergi. Hafði sú ráðagerð verið samin um veturinn, að hann yrði um vorið formaður á báti, er Jón Jónsson, óðalsbóndi á Laugabóli í Nauteyrarhreppi átti. Skyldi bátnum róið úr Hnífsdal og uppsátur vera í hinni svo- nefndu Laugabólsbúð, er þá var innsta bygging í Hnifsdal á hinum svonefndu Stekkjum. Til háseta réði hann þrjá unga menn úr sinni sveit, þá Sigurð Gunnlaugsson á 21. ári, Ingólf Jónsson á 19. ári og Magnús Steingrímsson á 18. ári. Ari var þá 33 ára. Byrjaði vorvertíð við Isafjarðardjúp venjulega um páska á þeim árum. Voru páskar þá 2. apríl, en nú skyldi byrja nokkru fyrr, enda var þarna búð til að fara í, sem staðið hafði auð um veturinn, og áttu þeir Laugabóls- og Arngerðareyrarbændur, Jón og Ásgeir hana saman. 52
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.