Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 56

Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 56
með norðanvert við Vigur. En þegar út með eyjunni kom, var komið hvassviðri og stórhríð og ódrægt veður, sem lá framan á kinnung. Voru stúlkurnar mjög sjóveikar og löngu hættar kappræðum eða þrasi, sem þær byrjuðu á, er lagt var af stað frá Arngerðareyri og stóð alla stund meðan veðrið leyfði og þær heyrðu hvor til annarrar. — En nú var komið annað hljóð í strokkinn og varð skjótt að finna ráð er okkur mætti öllum duga. Stúlkunum var hnoðað milli poka í skutnum og afturseglið breitt yfir þær, eftir því sem við varð komið. Forseglið rifað og heist nokkuð upp og stefna tekin á Seyðisfjörð, að haldið var. Ekki gat heitið að sæist út fyrir borðið og því síður til lands. Skyldi nú hleypa á Eyri, en mikill vandi á höndum, þar sem enginn var kunnugur leiðinni að nokkru ráði. Auk þess mátti ekki tæpara standa að komist yrði undir segl. Þegar það tókst, þoldi báturinn illa seglið og gaf drjúgum á. Heyrðust nú þung angistarvein úr skutnum, en ekkert var um það skeytt, enda annað um að hugsa. Varð hver að vera þar sem hentast þótti og gera það sem þörfin krafði, sitja við laust dragreipi, hafa hendur á vindbandi (vað- burði) og ausa, því að mikið gaf á, enda var hart frost. Var þetta kuldaleg stund, því að enginn hafði komist í hlífðarföt, og nær- skyrtan jafnvot sem ytri buxurnar. Sóttist nú ferðin allfljótt og svo vel hittist á, að þegar inn á fjörðinn kom, móaði í eyrina, sem bærinn stendur á, og er best að lenda innanvert við hana og var það gert. Urðu bóndinn á Eyri, Guðmundur Bárðarson og kaupamaður er hann hafði við gegningar með sér, varir bátsins er þeir voru að koma úr fjárhúsunum og ætluðu til bæjar. Komu þeir jafnsnemma í fjöruna og við lentum og hjálpuðu okkur við setninginn. Þrír vinnumenn Guðmundar bónda voru í veri og því ekki heima. Var okkur þarna prýðilega tekið og þvegin og þurrkuð af okkur hver spjör og okkur lánuð þurr föt á meðan. Ekki sáum við samferðastúlkur okkar, nema við borðið meðan við dvöldum þarna. Allt fékk þetta eitthvað að vinna, hver við sitt hæfi, méðan þarna var dvalið. Ari óf vef, Jón spann hrosshár, ég kembdi ull og hitt eitthvað áþekkt. Enga borgun vildi bóndi þiggja að skilnaði. Hann var þá ekkjumaður og bjó með Guð- 54
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.