Strandapósturinn - 01.06.1976, Síða 57
rúnu dóttur sinni. Þar var og Karítas dóttir hennar, þá stúlka á
16. ári og gekk mikið um beina.
Það var á sunnudegi, sem við komum að Eyri, eins og áður er
getið. Á fimmtudag var haldið af stað út eftir í norðan kulda-
strekkingi, en hreinviðri. Þangað til hafði verið hríð og hún vond.
Þegar út í Hnífsdal kom, var mikið annars litar eða komið nær
dagssetri. Var á nöpur norðangola og hart frost. Var nú hífður
báturinn og komu til þess margir menn. Var svo gengið til búðar,
er þar var skammt frá. Hún var fjögur stafgólf á lengd, eða um
það bil tólf álnir. I henni var moldar- eða malargólf, en loft og
skarsúð yfir. Dyr voru á miöjum vegg mót suðri, og var sá hluti
veggjarins, sem til hægri var, þegar inn var gengið, allur í rúst og
ómögulegt að ná hurðinni upp, því að fönn og klaki var þarna
mikill. Tókum við það ráð að ganga inn um fallna vegginn. Uppi
var nálega snjólaust. Fór nú formaðurinn að útvega kol, er hann
fékk að láni og var fljótt kveikt upp í kamínunni. Fór hann svo
aftur í einhverjar útveganir og aðrir fleiri til og frá. Var það
ákveðið, eða atvikaðist þannig, að við Sigurður urðum tveir eftir
í búðinni og áttum eitthvað að taka til. En við þóttumst þá líka
þurfa að borða og tókum matföng okkar upp úr pokunum. Eitt
af því, sem við höfðum meðferðis var heimaverkað vetrarsmjör.
Var það oft hart sem tólg á þeim árum, því ekki voru kýr aldar á
öðru en lélegri töðu og útheyi. Smjörið var í smátöflum og vafið í
líknarbelg. Lögðum við félagar nú tvær smjörtöflur á kamínuna,
sem var orðin nærri rauðglóandi af kolakyndingunni, en svo illa
vildi til, að belgurinn með smjörinu blossaði fyrr en varði og
þeyttist smjörið yfir kamínuna og niður á gólfið og lá við hús-
bruna. Gátum við þó í ofboði kastað á bálið undirsængurgarmi,
er við höfðum meðferðis og einhverju af pokum, svo að ekki
hlaust slys af. En lítið var smjörið orðið að leikslokum. Ekki var
þó lengi verið að harma þann skaða, heldur var hverri stund
látin nægja sín þjáning. Þarna var svo skipshöfnin þessa nótt og
alla vertiðina. Þetta fyrsta kvöld urðum við að búa um okkur á
loftfjölunum í rúmstæðunum, því að engir botnar voru þarna til.
Sængurdýnur, sem voru og áttu að vera undirsængur, höfðum
við ofan á okkur til að verjast kuldanum. Voru nú strax byrjaðir
55