Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Side 60

Strandapósturinn - 01.06.1976, Side 60
í tólftu viku sumars var svo sagt upp vertíð og skilað báti og útvegi að Laugabóli. — Róðurinn á allraheilagramessu. Það var haustið 1894, að Ari var formaður á nýlega smíðuðu fjögurra manna fari, sem Jón Jónsson, stórbóndi og söðlasmiður í Tröllatungu átti, eða þeir báðir saman. Hafði hann uppsátur í svonefndu Hamarsbæli á Selströnd. Hásetar voru Ingólfur Jónsson, bróðursonur hans, Magnús Jónsson frá Tindi, síðar nefndur Heinabergs-Mangi, Lárus Jakobsson Richter og Hall- dór Halldórsson Melsteð, allt ungir menn og röskir. Voru þeir stundum nokkuð glensfullir og gamanið í svæsnasta lagi. Höfðu þeir heyrt sem fleiri og fengið vissu fyrir því, að Ari mundi ekki fara á sjó á allraheilagramessu, sem er eins og allir vita 1. nóvember og nú bar upp á fimmtudag. Hafði hann ítrekað lent í hrakningum í vondu veðri þann dag. Var taliö að heitið hefði hann því, að aldrei skyldi hann róa til fiskjar þann dag. Ekki er kunnugt hver var upphafsmaður þess af hásetum Ara, að saman komu þeir um það að mana hann til að bregða þetta heit eða sæta afarkostum ella. Báru þeir nú þetta í tal við hann, og tók hann því þunglega, allra helst því, að róa hvernig sem veðri væri háttað. Varð það þó úr að hann segir, að varlega skuli þeir eggja sig, því að flestir þeirra muni hika fyrr en hann. Leið nú að hinum tiltekna degi og var búist í sjóferð að morgni. Farið var að beita klukkan að ganga fjögur. Beittar voru 20 lóðir. Um klukkan fimm til hálfsex var svo lagt af stað með lóðirnar í bátnum og í hann þar að auki látnir nokkrir steinar. Var veðri þannig háttað, að loft var þungbúið og suðvestan allþung kæla. Róið var fram úr vörinni röskan kipp og svo sett upp segl og látið horfa á Eyjarsund. — Þegar skammt var komið út fyrir Grímsey, þoldi báturinn illa seglið. Er þá fellt og rifað og slagur látinn standa norður á Öræfagrunn. Þegar þangað kom er aðeins að byrja að skíma. Miðið fannst þeim vera Þorkelssker í Brúará og Tindur í Miðdal yfir háeyjuna. Var nú fellt seglið og lóðirnar lagðar og legið yfir í hálftíma. Segir þá Ari: „Viljið þið fara eða eigum við að lúra lengur?“ Þá segir Halldór: „Það vil ég“, og var 58
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.