Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 62
Magndís Aradóttir:
Úr
• r v •
SJOOl
minninganna
Árið 1907 fluttu foreldrar mínir, Ari Gísli Magnússon og
Guðrún Ólafsdóttir, til Bolungarvíkur.
Á þeim árum háðu Bolvíkingar harða baráttu við brim og
umhleypingasamt veðurfar á litlum farkostum. Verstöðin
liggur fyrir opnu hafi og ekkert var þá farið að gera til að bæta
aðstöðu bátaflotans þar, eins og síðar var gert með byggingu
brimbrjóts. Þá urðu Bolvíkingar að ryðja varir, sem kallað var,
eftir hvern óveðurskafla, en varir var kallað, þar sem bátarnir
voru settir upp á land. Þegar mikið brim var á, bar það stórgrýti
niður í varirnar og varð þá að byrja á því að hreinsa varirnar.
Var stórgrýtinu hlaðið í veggi báðum megin við varirnar og voru
það kallaðir ,,vararveggir“. Þetta var tafasamt og erfitt að búa
við, því sama sagan endurtók sig í hvert sinn þegar stórbrim
gerði. Menn vöndust þessu stríði við ægi, enda úrvals dugnað-
armenn er þar bjuggu og þangað völdust til sjóróðra. Af þeim er
í landi voru var litið á þessa menn sem hetjur hafs og nauða.
Faðir minn, Ari Magnússon, var formaður á bátum, sem reru
frá Bolungarvík. Síðast man ég eftir, að hann reri á litlum bát og
60