Strandapósturinn - 01.06.1976, Síða 72
Jón Kristjánsson:
Frá hemáms-
ámnum
í Hrútafirði
ísland var hernumið af Bretum hinn 10. maí árið 1940. Fljót-
lega eftir það, fóru þeir að búa um sig hér og þar um landið.
Talið er, að utan Reykjavíkur muni setulið þeirra hafa verið
fjölmennast í Hvalfirði og Hrútafirði. Sagt var, að Bretar álitu
þessa firði bezt fallna til innrásar frá sjó, vegna hagstæðra
náttúruskilyrða, þ.e.a.s. ef Þjóðverjar reyndu á annað borð að
setja hér lið á land. Hvað sem um þetta er að segja, lagði brezki
herinn mikla áherzlu á mikilvægi þessara fjarða og bjó vandlega
um sig þar.
Strax árið 1940 fóru Bretar þess á leit við skólayfirvöld í
Reykjaskóla í Hrútafirði að fá skólann leigðan fyrir herinn.
Skólanefnd ásamt skólastjóra hélt fund um málið, og var þar
einróma samþykkt að synja þessari beiðni, og var brezkum
hernaðaryfirvöldum tilkynnt það. Nokkru síðar gengu brezkir
herforingjar, vopnaðir, á fund skólastjóra, Guðmundar Gísla-
sonar, og kröfðust lykla skólans. Þar með var Reykjaskóli á valdi
brezka hersins. Stuttu síðar hófst herinn handa um ýmsar fram-
kvæmdir á skólalandinu. Braggabyggingar þutu upp um allan
Reykjatanga og stærðar fallbyssa var sett niður fremst á tangan-
um, og vísaði hlaup hennar oftast út á fjörðinn. Margt manna úr
Hrútafirði fékk vinnu við þessar hernaðarframkvæmdir. Talið
var, að þegar Reykjatangi var fullbyggður, hafi dvalið þar mörg
70