Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Side 74

Strandapósturinn - 01.06.1976, Side 74
þeim. I eitt skipti bar þó út af þessu, er Esjan var á ferð. Þegar hún var komin skammt inn fyrir Hrútey, reið af fallbyssuskot, og lenti kúlan í sjónum framan við skipið. Hægði það þá ferðina mikið, rétt á eftir reið af annað skot, er lenti aftan við skipið og hægði það þá enn á sér, en þó var hægt að sjá, að það mjakaðist aðeins. Reið þá af þriðja skotið, er fór yfir skipið og kom við siglutré þess, þvi að eitthvað féll niður á þilfarið. Þá stöðvaðist skipið alveg og lá kyrrt um nokkra hríð. Enginn bátur kom úr landi, og stafaði það af því, að vélbáturinn var ekki heima við, og komust Bretarnir því ekki fram í Esjuna. Það sagði mér maður úr Hrútafirði, sem var farþegi með Esju í þessari ferð, að skipstjór- inn hefði komið á vettvang og sagt, að hann þyrði ekki að sigla skipinu áfram og eiga fjórða skotið á hættu. Hann lét því snúa skipinu við og sigldi til Hvammstanga. Þangað varð Kaupfé- lagið á Borðeyri að sækja vörur sínar að þessu sinni. Varðstöðin á Reykjatanga notaði mikið kastljós eftir að dimma tók, og voru þau mjög sterk og skær og virtist ljósgeislinn vera 200—300 metra breiður. Þessum leitarljósum beittu Bretar ýmist upp í loftið eða á strönd Hrútafjarðar, vestan verða og einnig út á fjörðinn. Þessi ljós voru látin leiftra með stuttu millibili, á meðan dimmt var. Svo sterk voru ljósin, að þegar þau skinu á gluggana á íbúðarhúsi mínu á Kjörseyri, virtust ljósin í húsinu vera rauð. Eitt sinn fór ég að kvöldi til, einhverra erinda ofan að sjó, sem er um 400 metra leið, og þar sem myrkur var skollið á, hélt ég á handlukt. Þetta þurftu Bretarnir að athuga og létu ljósið leika um mig allan tímann, sjálfsagt til þess að vita, hvað ég væri að erinda, og fylgdi ljósið mér eftir alveg, þar til ég kom heim aftur. Komið gat fyrir, að leitarljós þeirra kæmi manni að notum. Eitt sinn framan af vetri, fór ég að heiman og kom ekki aftur fyrr en orðið var dimmt. Féð var á húsi, en hafði ekki komið heim að þessu sinni, sem þó var venja þess. Mér þótti þetta illt, en taldi tilgangslaust að fara að leita, enda var veður gott. Allt í einu leikur leitarljós Bretanna á fjárhúsunum. Flaug mér þá í hug, að reynandi væri að láta þá finna fyrir sig féð, og skeð gæti að það heppnaðist, ef féð væri á þeim slóðum, sem ljósgeislinn næði til. Þetta tókst, og mun ég hafa haft orð á því 72
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.