Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 75
þegar heim kom, að nú væri maður farinn að láta brezka
heimsveldið taka þátt í fjárgæzlunni.
Við vorum ekki óvanir því, Hrútfirðingar, að heyra skot-
drunur á þessum árum, stundum daglega langtímum saman.
Bretarnir stunduðu mikið skotæfingar bæði á sjó og landi. Oftast
var skotið í stefnu út fjörðinn, og komu kúlurnar þá í sjó í
námunda við Hrútey. Allmikið fuglalíf var í eynni og töluvert
æðarvarp. Fuglinn hvarf með öllu á hernámsárunum, og hefur
ekkert æðarvarp verið í Hrútey síðan.
Brezkar flugvélar flugu oft hér yfir, oftast ein og ein, en
stundum fleiri saman. Þýzkar flugvélar varð ég aldrei var við
utan einu sinni, er nú skal greint frá. Það mun hafa verið í maí
eða júni 1942, að ég var staddur nokkuð fyrir ofan Kjörseyrar-
túnið, og mun ég hafa verið að athuga kindur. Allt í einu verð ég
þess var, að flugvél er beint yfir mér og svo nærri jörð, að annað
eins hafði ég aldrei séð áður. Hún hafði komið svo hljóðlega, að
ég heyrði ekkert í henni, og virtist þetta vera fremur lítil vél. Er
ég stóð þarna og virti fyrir mér vélina, tek ég eftir einkennisstöf-
um hennar og sé, að hún er þýzk. Mér mun hafa brugðið eigi
alllítið, og lá nærri, að ég hlypi af stað heim, en áður en af því
yrði, áttaði ég mig á því, að Þjóðverjar ættu allskostar við mig, og
þetta væri það versta, sem ég gæti gert. Þeir gætu tekið þau
viðbrögð mín þannig, að ég ætlaði að tilkynna brezka hernum
um ferð flugvélarinnar. Eg hélt því áfram ferð minni, og lét sem
mér kæmi flugvélin ekkert við og þeir skiptu sér heldur ekkert af
mér. Sennilega hefur flugvélin komið vestan yfir Laxárdalsheiði
og flogið eftir lægð þeirri eða dal, sem eftir henni liggur. Erindið
hefur vafalítið verið að reyna að ná ljósmyndum af herstöðinni í
Reykjaskóla. Eg tel víst, að Þjóðverjum hafi tekist þetta, því að
þarna, sem þeir flugu yfir, var aðstaðan góð. Þeir skutust í hvarf
við og við bak við holt. Eftir skamma stund flaug vélin út með
Hrútafirði vestanverðum og virtist skríða rétt við jörð. Þarna
komust Þjóðverjar í tæpa 2 km fjarlægð frá herstöðinni án þess
að Bretarnir yrðu þess varir.
Bretarnir höfðu alltaf nokkurt lið, þó mjög fámennt líklega
um tuttugu manns, staðsett á Borðeyri. Þeir bjuggu í húsi Hall-
73