Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 80

Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 80
niðri hafi hann ekki treyst sér til þess að bera brigður á sann- leiksgildi ýmissa sagna, sem gengu um drauginn. Afi minn sagði mér allra manna greinilegast söguna af Selja- nessmóra, og birtist hún í Rauðskinnu III, bls. 101—106, 1. útg. Sjónarvottar að atburði þeim, sem ég hef greint frá hér að framan, voru a.m.k. þessir: Kristín Þorsteinsdóttir, f. 1867, látin fyrir nokkrum árum í hárri elli; ég, Símon Ágústsson, þá 11 ára; Sigríður Ágústsdóttir, þá 7 ára, og Sörli Ágústsson, þá 5 ára, öll enn á lífi. Ekkert okkar varð hrætt, en ég varð að minnsta kosti mjög forviða og ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum. Hef ég aldrei efast um, að ég hafi raunverulega séð þessa veru i för með afa mínum. Hitt er svo annað mál, að menn getur greint á um, hvaða skýring sé sennilegust á þessu fyrirbæri. Sálfræðingar munu yfirleitt telja, að hér hafi verið um missýningu að ræða, einkum sakir sefjunaráhrifa: Stína trúði statt og stöðugt á tilveru draugsins, vissi, að hann fylgdi afa mínum, og að hún gæti hvenær sem er átt von á því að sjá hann i för með honum. Um okkur hin gegnir líku máli. Og þegar Stína segir: „Sjáið þið helvítis drauginn!“ veldur þessi hugmynd misskynjun hjá okkur krökkunum. Börn eru afar sefnæm á þessum aldri og sum auk þess sjónmuna eða hugskyggn (eidetisk), þ.e. geta séð fyrir sér það, sem þau hafa í huga, og hjá nokkrum þeirra taka hug- myndirnar jafnvel stundum á sig form hlutskynjunar, svo að ekki, eða tæplega verður á milli þessa tvenns greint. Af þessum ástæðum hættir börnum við að rugla saman í góðri trú hug- myndum sínum og skynjunum, og hið sama gildir um menn, sem halda þessum hæfileika fram á fullorðins ár eða alla ævi. Loks má benda á, að varla var orðið fullbjart, er við sáum sýnina, fjarlægðin milli okkar og afa var nokkuð mikil, og ytri athug- unarskilyrði voru því ekki sem best. — Margir munu þó sjálfsagt fella sig betur við þá þjóðlegu og einföldu skýringu, að hér hafi Móri gamli verið á ferð, og hafi hvorki verið til að dreifa hóp- sefjun né missýningu af neinu tagi. Ritað í apríl 1962 78
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.