Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 81

Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 81
Simon Jóh. Agústsson: Skrímslið í Lómatjöm Ég hef sennilega verið 7—8 ára, þegar mér var m.a. ætlað það starf að reka kýrnar í haga á morgnana og sækja þær á kvöldin. Var ég hinn roggnasti af þessu embætti; hafði mér verið gefin svipa með látúnshólk og leðuról, og beitti ég henni óspart við geldneytin. A morgnana rak ég kýrnar oft upp í svokölluð Flóð. Lá leiðin fram hjá tjörn, sem heitir Lómatjörn. Hún er allstór. Liggja að henni holt og flóar. Hún er með móbotni, frekar grunn, 2—4 metrar á dýpt. Á seinni árum hefur ungt fólk synt í henni í hlýju veðri, þar sem vatnið verður þægilega volgt í henni. Lítill lækur eða síki liggur úr tjörninni eftir Flóðunum, og slæðist stundum silungur upp í hana. Einn morgun er ég að reka kýrnar upp í Flóð eins og leið liggur með fram Lómatjörn. Logn var og spegluðust fjöllin í vatnsflet- inum. Sé ég þá, að vatnið fer að ólga á einum stað í tjörninni, svo sem 50—60 metra frá mér. Lyftist þar eins og kryppa á dýri upp úr vatninu og var hún á að gizka 2—3 metrar á lengd. Þar sem undir var sól að sjá, sýndist mér bak dýrsins vera hált og gljá- andi. Marar þetta í vatnsskorpunni góða stund, vella frá því vatnsbólur, en síðan sígur þetta hægt niður aftur. Breiddust smábárur frá ferlíki þessu um alla tjörnina og skullu á bökkun- um. Nú var mér nóg boðið, tek á rás heim og segi, hvað fyrir mig hafði borið. En þar vildi enginn trúa sögu minni. Var mér sagt, að silungur hefði tekið uppi í tjörninni, og mér hefði bara mis- sýnst þetta. En ég var alveg handviss um, að þetta gat með engu móti verið silungur, enda hafði ég oft séð þá taka uppi í tjörninni. Mér er enn í minni, hve mjög mér gramdist, þegar enginn vildi 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.