Strandapósturinn - 01.06.1976, Síða 83
Símon Jóh. Agústsson:
Geymd
Gamla testamentisins
Ég mun hafa verið 11 ára, er ég var snemmsumars tvo daga
hjá Ólafi Ólafssyni (f. 5. okt. 1848, d. 13. nóv. 1923), bónda i
Norðurfirði í Víkursveit, og konu hans, Soffíu Hansdóttur. Fékk
ég að fara með móðurföður mínum, Guðmundi Ólasyni, sem var
að sækja sel að Munaðarnesi og í Ófeigsfjörð. Varð ég eftir hjá
þeim hjónum meðan afi minn fór norður.
Ólafur og Soffia voru hinar mestu gæðamanneskjur, mjög
barngóð og dýravinir svo miklir, að ekki var laust við að gár-
ungar hentu gaman að dálæti þeirra á skepnum, einkum hund-
um og köttum. Olafur var maður vel gefinn, ættaður úr Kald-
rananeshreppi, og sagði hann mér mörg forn munnmæli og
vísur, sem ég hef nú því miður gleymt. Ein saga hans festist þó í
minni mínu, um geymd Gamla testamentisins. Hún er efnislega
á þessa lund:
Gamla testamentið er aðeins sundurlaus brot af því, sem það
var í öndverðu. Var það þá næg byrði á 12 úlfalda. Á flakki
ísraelsmanna vildi eitt sinn svo illa til, er þeir höfðu valið sér
náttstað og tekið ofan af úlföldunum, að eldingu laust niður í
farangurinn. Brann bókfellið að mestu, „svo að ekkert var eftir
nema skankarnir“, sagði Ólafur. Nú voru góð ráð dýr, og var
sjötiu mestu lærdómsmönnum gyðinga falið það verk að setja
saman í heild þessi sundurlausu brot. Stundum urðu þeir ekki
sammála um, hvernig skyldi raða þeim og fylla í eyður. Sakir
þessa er saga ísraelsmanna meira og minna úr lagi færð, mikið
um endurtekningar, og frásögum um sömu atburði ber ekki að
81