Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Side 87

Strandapósturinn - 01.06.1976, Side 87
hana. Þá gat blásýruvökvinn ekki runnið burtu, og eyðilagði hann þá hákarlinn, sem varð blásvartur á litinn. Ég hefi talað hér um blásýru, ekki veit ég hvort hún á nokkuð skylt við þá blásýru, sem framleidd er í efnaverksmiðjum nú- tímans, en frá gamalli tíð var talið að nýr hákarl væri eitraður og ekki mætti borða hann nýjan og voru sagnir um bráðadauða fólks af hákarlsáti. Þetta eitur í hákarlinum kölluðu þeir blásýru. Við kösunina verða miklar efnabreytingar í hákarlinum og þá losnar þetta efni og síast burt með vökvanum, sem pressast úr hákarlinum, en hvort sem eitthvert eiturefni er í hákarlinum eða ekki, þá eyðileggur þessi vökvi hákarlinn ef hann nær ekki að síast burt óhindrað. Þegar átti að taka kasarstæði í notkun voru þau hreinsuð sem best og skoluð úr sjó, því næst voru kviðlykkjur af hákarli lagðar í botninn þannig, að skrápurinn snéri niður. Þegar búið var að þekja botn gryfjunnar með þessum hætti, var baklykkjunum raðað niður í hana þannig, að skrápurinn snéri upp og mynd- aðist þá einskonar þak á hverja lykkju svo rigningarvatn, sem kynni að komast í kösina, gæti runnið niður án þess að valda skemmdum. Þegar kasarstæðið var orðið fullt, var síðast þakið yfir með kviðlykkjum og skrápurinn látinn snúa upp, því næst var breitt yfir með pokum, gömlu segli eða ónýtum sjógalla. Það var gert til að verja kösina fyrir óhreinindum og sól. Ef sól náði að skína á óvarða kös, gat hákarlinn sólsoðnað, sem kallað var og varð hann þá ónýtur. Því næst var sett grjót ofan á kösina. Best var að nota flata steina, og var stærðin nokkuð misjöfn, en forðast var að nota of stóra steina, því þeir mynduðu holur í kösina, og safnaðist þá vatn í holuna, en það gat skemmt há- karlinn. Hann fúlnaði og varð ónýtur ef vatn komst í hann, sem ekki gat runnið strax burtu. Grjótið, sem látið var á kösina, var það mikið, að það huldi vel yfirborð hennar. Þegar hákarlinn meyrnaði í kösinni, þrýsti grjótfargið lykkjunum betur saman, svo loftrúmið milli þeirra minnkaði og flýtti það fyrir kösuninni. Áður en hákarl var settur í kös, var hann tekinn til aðgerðar og snyrtingar þannig, að bakhlutinn var skorinn í u.þ.b. 25 sm. breiðar lykkjur. Þá var hryggurinn skorinn úr þeim og þess gætt, 85
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.