Strandapósturinn - 01.06.1976, Síða 93
Jón Kristjánsson:
Forystu-Svört
Við Islendingar eigum margar skráðar sagnir um forystufé,
sem greina frá mörgum atburðum, þar sem vitsmunir og kjarkur
forystusauðsins eða ærinnar varð til þess að bjarga fjárstofninum
og stundum fjármanninum frá stóráföllum eða jafnvel fjörtjóni.
Meðan búskap var þannig háttað, að útbeit var notuð til hins
itrasta, og það jafnvel í tvísýnum veðrum, var forystufé nauð-
synlegt, og mun fjöldi bænda um land allt hafa talið góða
forystukind hina nauðsynlegustu eign. Aðalhlutverk slíkra kinda
var að stjórna hjörðinni, troða braut, þegar snjór var mikill og
sneiða hjá svellum og hvers konar torfærum.
Á mæðiveikis- og niðurskurðarárunum féll mörg forystukind-
in, og margir góðir forystufjárstofnar eyddust þá með öllu. Fyrir
niðurskurð sauðfjár árið 1947 átti ég allgott forystufé, og ræktaði
ég stofninn þannig, að ég gat hjálpað ýmsum í þessu efni, en í
niðurskurðinum féll stofninn. Illa gekk að afla sér forystufjár að
nýju. Það var litið um það á Vestfjörðum, en þangað var fjár-
skiptiféð sótt.
Árið 1959 keypti ég af nágranna mínum svart gimbrarlamb,
er talið var, að væri af forystukyni. Ekki gerði ég mér miklar
vonir um forystuhæfileika þessa lambs, en sjálfsagt var að vita,
hvað í því kynni að búa. Það kom strax í ljós, lambsveturinn, að
þessi svarta gimbur hafði hæfileika i þessa átt. Eg beitti lömb-
unum sér þennan vetur, og tók sú svarta strax ótrauða forystu
fyrir þeim. Þegar leið að vori beitti ég lömbunum með fénu, og
hófst þá strax barátta milli svörtu gimbrarinnar og svartbotn-
óttrar kindar, er ég átti, og var vel léttræk, sem kallað er og hafði
91