Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Side 97

Strandapósturinn - 01.06.1976, Side 97
Vísur þessar lærði ég af mér eldri mönnum á uppvaxtarárum mínum á Ströndum vestur, fyrir 60 árum eða þar um bil. Þær eru að líkindum ortar á árunum 1890—95, yngri geta þær ekki verið, því að höfundur annarrar þeirra dó í desember mánuði 1895. Þó að vísurnar hafi aldrei, mér vitanlega, birzt á prenti hvorki í blaði né bók má vel vera, að fleiri en ég hafi fyrr á árum heyrt þær og numið, og þá kannski á annan veg en hér er skráð. Um það er næsta tilgangslítið að orðlengja, því að alkunnugt er hve lausavísur geta gengizt í munni, þótt yngri séu en þessar. Á hinn bóginn er það svo, að um slíkan skáldskap er yfirleitt minna vert, þegar bæði höfundar og tildrög eru óþekkt. Hér er því ekki til að dreifa hvað mig snertir, og vil ég því fara nokkrum orðum um hvort tveggja. Höfundur fyrri visunnar er Stefanía dóttir Vigfúsar S. Thor- arensens, sem var sýslumaður í Strandasýslu á árunum 1849—54. Fyrsta ár sitt þar sat hann í Reykjarfirði (Kúvíkum) á Ströndum, og þar fæddist Stefania 14. ágúst 1849: Næstu ár sat Vigfús sýslumaður á Borðeyri, unz hann andaðist í júlímánuði 1854, 39 ára gamall, þegar Stefanía var tæpra fimm ára að aldri. Æviferill hennar er mér að langmestu leyti ókunnur, þó hygg ég t.d. að hún hafi ekki alizt upp hjá móður sinni eða meðal systkina sinna, en þau voru 7 eða 8, sem til aldurs komust. Að því er ég bezt veit, þá lifði hún ógift og barnlaus til æviloka árið 1912. Þess má geta til fróðleiks fyrir þá, sem áhugasamir eru um ætt- og mannfræði, að nokkru eldri systir hennar, Anna Sigríður að nafni, giftist Pétri Péturssyni bæjargjaldkera í Reykjavík. Sonur þeirra var dr. Helgi Péturs, hinn þjóðkunni jarðfræðingur og heimspekingur. Stefanía var sögð myndarkona í sjón, bráð- greind og hagmælt, en orðská nokkuð og stundum ekki laus við kerskni í kunningjahópi. Um höfund seinni vísunnar Tómas Guðmundsson, sem al- mennt var kallaður víðförli, veit ég einnig fátt eitt með sann- indum. Dálítið er frá honum sagt í tímaritinu Rauðskinnu (III. bls. 105—110), og er það skráð af dr. Símoni Jóh. Ágústssyni prófessor. Tómas er talinn fæddur um 1829, en varð bráð- kvaddur í grennd við bæinn Kolbeinsvík á Ströndum síðla árs 95
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.