Strandapósturinn - 01.06.1976, Side 103
og komið á sinn stað, var mikið um að vera hjá bræðrum mínum,
sem þá voru orðnir þrír, þeir háttuðu í skyndi hlið við hlið. Þá
sagði Gísli: ,,Það vildi ég, Jónsi minn, að þú ættir þetta rúm fullt
af strákum.“ Móðir mín, sem var þar nærstödd bað hann að óska
þess ekki, en gamla manninum varð að ósk sinni, bræðurnir urðu
sex og systurnar fjórar. Þegar Gísli var hættur vinnu á kvöldin
tók hann sér oft hníf í hönd og smíðaði handa krökkunum ýmis
dýr og fugla úr tré og ýsubeinum, oftast smíðaði hann refi og hef
ég aldrei séð fallegri dýr.
I rökkrinu raulaði hann oft vísur fyrir munni sér og var hann
þá að yrkja, en hann var vel hagmæltur og fljótur að kasta fram
stöku ef tilefni gafst. Einn dag vildi honum það óhapp að vökna
tvisvar í fætur, þá varð þessi vísa til:
Dagur þessi þrotinn er
því skal nota skjólið.
Eg úr votu aftur fer
og í pot.a bólið.
Eitt sinn kom til hans kona með kaffikönnuna sína og bað
hann að gera við hana, hún væri farin að leka. Gísli tók við
könnunni og setti í hana trébotn, en neðan á könnubotninn
skrifaði hann vísu.
Yfirgefa ég þig ei má
ef einhver við þér tekur.
Segja hlýtur sú, sem á.
„Svei þér“, ef þú lekur.
Af könnunni er það að segja, að hún entist í mörg ár.
Gísli var iðjumaður og tók til höndum á sínu heimili eins og
þessi vísa bendir til:
Gísh karlinn gerir skó
geymir fjós og bæinn.
Hann er einn, sem hefur nóg
að hugsa á sunnudaginn.
101