Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2021, Síða 4

Bjarmi - 01.04.2021, Síða 4
| bjarmi | apríl 20214 RAGNAR GUNNARSSON Hin ofsótta kirkja og framtíðin: Er trúfrelsið í hættu? Í upphafi árs hvers færa kristniboðssamtökin Opnar dyr (e. Open Doors) heimsbyggðinni skýrslu sína um ofsóknir á hendur kristnu fólki um víða veröld, svokallaðan World Watch List (Heimsvaktarlistinn). 50 verstu löndin eru skráð og það sæti sem hvert og eitt skipar uppfært miðað við skýrsluna ári fyrr. Með þessu vilja samtökin vekja athygli á ofsóknum gegn kristnum mönnum og reyna að sporna við þeim. Ekki veitir af því það virðist ekki áberandi fréttaefni að kristnir menn sæta ofsóknum víða um heim. VANDI SEM BLASIR VIÐ Samkvæmt skýrslu Open Doors sæta á fjórða hundrað milljónir kristinna manna ofsóknum af einhverju tagi eða rúmlega 10% þeirra sem telja sig kristinnar trúar. Vesturlönd sleppa enn sem komið er en sumir telja að smám saman sé þrengt að kristnum gildum og þeim sem halda þeim á lofti. Staðan geti því breyst á 10-20 árum enda eigi miklar breytingar sér stað á ráðandi hugmyndafræði, grunngildum og samfélaginu sem slíku. Helst er fundið að því þegar menn eru fastheldnir á sviði siðfræðinnar og ásakaðir um afturhaldssemi en þegar fram í sækir er hætt við að umburðarlyndið hverfi smám saman, einnig þegar kemur að innihaldi trúarinnar og trúariðkun, enda ekki allir sem vilja játa að til sé algildur sannleikur á því sviði. Við vitum hvernig samfélag okkar var og að miklu leyti hvernig það er en takmarkað hvernig það verður á komandi áratugum. Félagslegt taumhald og frelsi einstaklinganna togast á. Spurningin vaknar: Hvernig getum við siglt áfram um lífsins sjó við þessar aðstæður, bæði með okkar eigið samfélag í huga og ekki síður með systur okkar og bræður víða um heim sem þjást vegna trúar sinnar? Hér á eftir er gerð grein fyrir framsetningu þriggja einstaklinga á vegum Lausannehreyfingarinnar sem lið í undirbúningi fyrirhugaðrar ráðstefnu í haust.1 TRÚFRELSI HLUTI MANNRÉTTINDA Julia Doxat-Purser2 fjallar um mann- réttindayfirlýsingu SÞ sem sé samin undir áhrifum frá kristnu fólki sem aðstoðaði við mótun hennar, enda hefst hún á því að viðurkenna virði hvers og eins og jafnrétti. Sú hugsun að maðurinn hafi sérstök réttindi á rætur sínar í þeirri trú að við séum hvert og eitt sköpuð í Guðs mynd og eigum rétt á vernd og frelsi. Guð er því sá sem gefur mannréttindi, ekki yfirvöld. En ábyrgð yfirvalda er að gera gott og vinna að réttlæti. En því miður ástunda ekki öll yfirvöld alltaf það sem gott er og slíkt getur leitt af sér mismunun og ofsóknir. Doxat-Purser bendir á að trúfrelsi sé hluti af grundvallarmannréttindum. Það nái til allra, einnig fólks sem aðhyllist veraldlega lífssýn eða heimsmynd, að trúa því sem það vill og að haga lífi sínu í samræmi við það. Í 9. grein mannréttindayfirlýsingar EES segir að fólk megi iðka trú sína opinberlega með öðrum

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.