Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2021, Síða 8

Bjarmi - 01.04.2021, Síða 8
| bjarmi | apríl 20218 Við lifum á tímum þar sem umræður um hlutverk trúar í hinu opinbera lífi er spennuþrungin og jafnvel erfið. Ekki er alltaf auðvelt að koma því til skila hvað það þýðir að lifa sem kristnir menn í umhverfi sem virðist okkur andsnúið – og verður kannski enn erfiðara ef við erum virk. En við erum salt og ljós sem kallar okkur til aðgerða. AÐ TALA MÁLI HINNA OFSÓTTU Michael Mutzner8 bendir á mikilvægi þess að tala máli kristinna, ofsóttra manna þannig að það efli kristinn vitnisburð okkar. Við trúum því að Guð frelsi af náð fyrir trú og löngun okkar er að sérhver maður lifi í samfélagi þar sem hann hefur frelsi til að velja Jesú Krist sem frelsara sinn. Við trúum á Guð sem gefur frelsi og ábyrgð til að velja hann, eða ekki, og gerum ráð fyrir afleiðingum af vali hvers og eins. Samviskufrelsi og trúfrelsi hafa því verið mikils metin af lifandi, trúuðu fólki í aldanna rás, enda eðlilegt. Það er réttur sem mikilvægt er að leggja áherslu á. Á heimsvísu eru víða takmarkanir fyrir kirkjulegu starfi. Við þurfum að koma kristnum bræðrum og systrum til varnar þar sem trúfrelsi er ógnað – og gera það af krafti og djörfung. En allt gott má misnota. Við sjáum stjórnmálamenn, flokka og yfirvöld stíga fram og segja sig vera verjendur trúfrelsis en nota það aðeins til að þjóna eigin hagsmunum. Vegna þess að við tengjumst sterklega frelsi og trú verða fylgjendur mótmælendatrúar enn frekar slíkri blekkingu að bráð. Ef þessi framganga verður áberandi getur hún hamlað fólki í að aðhyllast kristna trú. Þar nefnir Muntzner þrennt sem við getum gert til að styrkja trúfrelsið og stundað málsvörn fyrir fagnaðarerindið sem styrkir vitnisburð okkar og gerir hann trúverðugan: TRÚFRELSI ALLRA Í fyrsta lagi að stunda málsvörn vegna trúfrelsis allra – ekki bara kristinna manna. Trúfrelsið er réttur allra og því óeðlilegt að krefjast þess fyrir aðeins einn hóp, heldur þurfum við að vinna að því fyrir alla. Í yfirlýsingu WEA9 um trúfrelsi og samstöðu með hinni ofsóttu kirkju frá 2008 segir: „Við staðfestum málsvörn fyrir ofsóttu kristnu fólki og þeim sem aðhyllast önnur trúarbrögð. ... Réttur til trúfrelsis er fyrir alla og ekki unnt að krefjast hans fyrir einn hóp fram yfir aðra.“ Barátta fyrir trúfrelsi og mannréttindum allra trúarbragða á sér guðfræðilega stoð. Allir eru skapaðir í Guðs mynd, mannkyn er ein fjölskylda, að vísu sködduð vegna syndafallsins. Við berum ábyrgð á náunganum, mannlegum systkinum. Það gerum við í trú á að þau beri ábyrgð á ákvörðunum sínum og vali gagnvart Guði. Munur er á að tala máli trúfrelsis fyrir alla og halda fram sannleika eigin trúar. Við getum barist fyrir réttindum annarra án þess að viðurkenna það sem þeir trúa á. Slík umhyggja fyrir náunganum gengur þvert á hugsun margra í heiminum sem berjast aðeins fyrir sínum eigin rétti. Barátta fyrir réttindum allra endurspeglar kærleika í takt við eðli Guðs. Barátta fyrir trúfrelsi allra er spámannlegt tákn og vitnisburður um fagnaðarerindið meðal þjóðanna. Ef við hugum aðeins að okkar eigin rétti erum við ótrúverðug og göngum gegn þeirri hugsun að allir séu skapaðir í Guðs mynd og jafndýrmætir í augum hans. ÖLL RÉTTINDIN Annað atriði er að málsvörn fyrir mannréttindum og lögum og reglum fer saman og má ekki vera fyrir trúfrelsinu einu. Við getum ekki valið sum mannréttindi og horft fram hjá öðrum því öll tengjast þau og BARÁTTA FYRIR TRÚFRELSI ALLRA ER SPÁMANNLEGT TÁKN OG VITNISBURÐUR UM FAGNAÐARERINDIÐ MEÐAL ÞJÓÐANNA

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.