Bjarmi - 01.04.2021, Qupperneq 13
bjarmi | apríl 2021 | 13
hafði aldrei séð áður. Þetta „ljós“ beindi
mér í þá átt að leita lýðræðis, frelsis,
tækifæra og sæmdar.
Allir Norður-Kóreumenn í Kína eiga á
hættu að nást og verða sendir til baka
til Norður-Kóreu. Ég var handtekinn við
landamæri Mongólíu og sendur til baka
til Norður-Kóreu. Þar var ég settur í
fangelsi og yfirheyrður. Ég lifði eldraunina
af en upplifði hryllileg illvirki, hræðilegar
pyndingar og ómennska meðferð.
Þegar ég flúði til Kína í annað sinn var
ég tekinn og fangelsaður í Sjanghæ.
Það var niðamyrkur í hjarta mínu því ég
vissi að mín beið lífstíðarvist í pólitískum
fangabúðum eða að verða tekinn af lífi. Ég
reyndi meira að segja að fremja sjálfsvíg
með svefntöflum fremur en að mæta
aftöku — annaðhvort með hægum eða
snöggum hætti — af hálfu stjórnvalda.
VONAÐ Á GUÐ
Þrátt fyrir vonleysi mitt var Guð með
sterkum hætti viðriðinn líf mitt. Það hófst í
fangaklefanum. Einn af samföngum mínum
var glæpamaður frá Suður-Kóreu. Hann
stakk upp á að ég skyldi lesa Biblíuna og
biðja til Guðs að ég kæmist í gegnum þetta.
Ég hafði aldrei beðið áður og ég vissi ekkert
hvernig ætti að gera það. Hann sagði:
„Segðu bara amen á eftir hverri ósk.“
Alltaf þegar ég kraup í bæn til Guðs í
fangelsinu flutu augu mín í tárum út af því
hvernig komið var fyrir mér. Ég bað hann
um frelsi og lausn. Guð var sá eini sem
ég gat snúið mér til og vonað á. Ég vissi
ekki einu sinni hver eða hvað Guð væri
eða hvort hann væri yfirleitt til. En ég gat
ekki snúið mér neitt annað.
Ég sagði Guði að ef hann gæfi mér frelsi
mitt myndi ég helga honum allt líf mitt. En
ef ég yrði sendur aftur til Norður-Kóreu,
sagði ég honum að ég mundi staðfastlega
neita því að hann væri til. Eftir nokkurn tíma
í fangelsinu komu tveir menn í heimsókn.
Þeir voru frá alþjóðasamfélaginu. Þeir sögðu
mér að í gangi væri alþjóðleg bænaskrá þar
sem þrýst væri á Kína að framselja mig ekki.
Ég var einn af fáum sem Kína hafði ákveðið
að senda áfram til þriðja ríkis í staðinn fyrir
Norður-Kóreu. Þetta var svar við öllum
bænum mínum.
Roosevelt Bandaríkjaforseti sagði eitt
sinn: „Frelsi er ekki hægt að veita. Það
verður að vinna sér það inn.“ Þegar ég horfi
til baka hugsa ég um hvernig ég náði að
flýja tvisvar frá Norður-Kóreu og hvernig ég
komst í gegnum fangavistina.
Þegar ég hugsa um það, var það á
endanum Guð sem veitti mér sannarlegt
frelsi og svaraði bænum mínum um að
komast af.
DRAUMUR UM HIÐ ÓMÖGULEGA
Guð lætur hið ómögulega gerast. Ég er frjáls
maður og get vonað og látið mig dreyma
aftur. Ég trúi að framtíðin sé þeirra sem
trúa á fegurð drauma sinna. Draumur minn
um frelsi Norður-Kóreu knýr mig á hnén
á hverjum degi. Ég bið til Guðs að hann
rífi niður fangabúðirnar og frelsi hundruð
þúsunda fanga, þar á meðal tugi þúsunda
kristinna.
Mig langar að sjá Norður-Kóreu verða
land sem er þéttskipað þúsundum fagurra
kirkna þar sem sérhverjum manni sé frjálst
að tilbiðja Guð. Þetta trúfrelsi myndi sýna
að Norður-Kórea væri sannarlega frjáls
og að frosin hjörtu beggja Kóreulandanna
hefðu bráðnað í hita kærleika Guðs.
Fagur er arkitekt nýs lands Norður-Kóreu
og Sameinaðrar Kóreu. Hann heitir Jesús.
Sérhver Norður-Kóreubúi býr við
sama gang lífs og dauða eins og
ég. Það er vegna þess að núverandi
Verkamannaflokkur hefur hlaupist frá
frumskyldum sínum: Að vernda borgarana
frá hungri, kúgun og ofsóknum. En Guð
hefur ekki gleymt þjóðinni.
Fólkið hans og samfélagið halda áfram
að færa Norður-Kóreubúum von. Ég fékk
að upplifa þetta. Þegar ég fór fyrst til Kína
gáfu hinir trúuðu mér brauð, súpu, föt og
bænir. Meðan Guð og börnin hans vinna
með þeim hætti veit ég að enn er von fyrir
Norður-Kóreubúa.
(Heimild:
https://www.premierchristianity.com/
Blog/I-escaped-from-North-Korea,
Böðvar Björgvinsson þýddi).
GUÐ
LÆTUR HIÐ
ÓMÖGULEGA
GERAST. ÉG
ER FRJÁLS
MAÐUR OG
GET VONAÐ
OG LÁTIÐ
MIG DREYMA
AFTUR