Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.04.2021, Qupperneq 14

Bjarmi - 01.04.2021, Qupperneq 14
| bjarmi | apríl 202114 Sigur í máli Franklins Graham Skipuleggjendur þriggja daga boðunarátaks með Franklin Graham í Blackpool í september 2018 kærðu ákvörðun bæjarstjórnar um að hætta við að birta auglýsingar vegna átaksins á strætisvögnum á svæðinu. Auglýsingarnar vísuðu aðeins í atburðinn, „Tími til að vona“ og dagsetningar viðburðarins, en einhverjir óttuðust að Franklin Graham myndi nota tækifærið fyrir hatursumræðu af því tilefni. Byggði það á orðum sem hann hafði látið falla um íslam og hjónabönd samkynhneigðra. Yfirmaður almenningssamgangna sagði að þetta hefði verið ákveðið eftir ábendingar frá almenningi. Skipuleggjendur atburðarins ákváðu að kæra auglýsingabannið en málsmeðferð tafðist vegna heimsfaraldursins. Niðurstaða dómarans var að málfrelsi hefði verið heft og ekki virt af þeim sem tóku þessa ákvörðun. Réttindi eins hóps voru metin ofar réttindum annars. Franklin sjálfur fagnaði niðurstöðunni og sagði hana vera ávinning fyrir sérhvern kristinn mann á Bretlandi. Fleiri tóku undir þau orð. Úrskurðurinn staðfesti að kristið fólk eigi rétt á að tjá trúarlegar skoðanir sínar á hjónabandi og kynlífi á opinberum vettvangi án þess að þeim sé mismunað eða þurfi að lúta hótunum þeirra sem vilja þagga niður í þeim. Viðbúið er að hin brotlegu verði skaðabótaskyld. Ábyrgðaraðilar sögðu að reglum og viðmiðum verði breytt enda séu þau í sístæðri skoðun þegar kemur að viðkvæmum málum. Áhersla sé lögð á að bæjarstjórn og fyrirtæki á vegum sveitarfélagsins vinni að jafnrétti og fjölbreytni, gegn mismunun og stefni að virðingu, umburðarlyndi og skilningi í samfélaginu öllu. Á það hefur verið bent að sumir fagni þessu en aðrir séu óhressir og stafi það af afstöðu þeirra til Franklins Graham og að þetta snúist um hann eða afstöðu hans til tiltekinna mála. Þetta mál verði þó að skoða óháð persónum þar sem þetta snúist um mál- og ritfrelsi og valdsvið sveitar- og bæjarstjórna. Brotið var á jafnræði og mismunun átti sér stað en verjandi reyndi að rökstyðja einmitt rétt til þess. Afstaða Franklins væri óásættanleg og því í lagi að mismuna – og um leið að brjóta það sem lögin eiga að verja í lýðræðislegu samfélagi. Dómurinn staðfesti að sannfæringin um að hefðbundið hjónaband sé sáttmáli eins karlmanns og einnar konu sé útbreiddur skilningur fjölda trúarhópa, kristinna sem annarrar trúar. Þó svo sumum finnst það móðgandi sé ekki hægt að tala um það sem öfgahyggju. Yfirvöld verða því að tryggja frelsi og réttindi allra. Lögin séu skýr. Trúfrelsi og málfrelsi eru grundvallarréttindi sem tryggð séu öllum. Það sé heldur ekki lögbrot að móðga aðra. Þá má einnig geta þess að BGEA, boðunarsamtök Billys Graham, hafa kært afbókun á ráðstefnusetri sem samtökin höfðu bókað í Skotlandi. Stofnunin sem á setrið hefur verið kærð fyrir mismunun, þar sem bókunin var afturkölluð vegna afstöðu samtakanna og samstarfskirkjunnar, Stirling Free Church, til hjónabandsins á forsendum trúarskoðana. Ætlunin var að nota ráðstefnusetrið fyrir námskeið sjálfboðaliða. Staðurinn er skilgreindur sem hlutlaus til notkunar fyrir almenning en ef takamarka eigi notkun vegna afstöðu til ákveðinna mála sé það augljós mismunun og frelsisbrot. Það sé ekki hlutleysi að mismuna trúarlegum samtökum. (Premierchristianity.com 1. apríl 2021) Einn þekktasti kvenpredikari Bandaríkjanna, Beth Moore, segir skilið við kirkjudeild sína Beth Moore er ein af þekktari predikurum vestanhafs og höfundur margra bóka um trúna og eftirfylgd við Jesú Krist. Hún er 63 ára að aldri og stofnandi Living Proof Ministries. Hún hefur sérstaklega náð vel til kvenna og verið mjög vinsæl sem Fréttir

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.