Bjarmi - 01.04.2021, Side 18
| bjarmi | apríl 202118
1 Tilgangur þess er einungis sá, að
upplífga trúna á heimsins frelsara
í lesendanna hjörtum, þá trú, sem
ávaxtasöm sé af góðum verkum,
hvar fyrir öll þessa félags rit skulu
stefna að þessu aðal-augnamiði
2 Ritin skulu vera mestan part
útleggingar hinna bestu rita, frá
útlenskum félögum, er hafa það
sama augnamið..
Á meðan sr. Jón lifði tókst honum að
koma út 67 ritum en 13 að auki voru tilbúin
í handritum í Kaupmannahöfn og komu út
að honum látnum 1846, hið síðasta 1854.
Efni ritanna er mestmegnis þýtt af sr.
Jóni eða samið af honum. Það er mjög
víðfeðmt; útlegging orðsins, skýringar
á Ágsborgarjátningunni, frásagnir af
kristniboði og afturhvarfssögur svo
nokkuð sé nefnt.
Ljóst er af frásögnum að ekki hefði
verið hægt að ráðast í svo viðamikla
útgáfu án stuðnings Hendersons í upphafi.
Margir áhrifamenn bæði innanlands og
erlendis lögðu málinu lið auk áskrifenda.
Öll ritin utan eitt voru prentuð í Danmörku
og áður en Jón lést sendi hann 1000
ríkisdala sjóð til vörslu Bræðrasafnaðar
í Kaupmannahöfn. Skyldi sjóðurinn
ávaxtast og vextir af honum nýttir til þess
að gefa út nokkur kristileg smárit árlega.
Það leið að vísu harla langur tími þangað
til sú varð raunin að sjóðurinn nýttist en að
öllum líkindum hvarf hann svo í verðbólgu
fyrri heimsstyrjaldarinnar. Ætla má að
smáritafélagið hafi dáið út með Jóni.
Margir hafa talið þetta vera fyrstu
kristilegu smáritin útgefin á íslensku en
svo er þó ekki.
Sr. Hjalti Hugason, prófessor, getur
þess í sögu kristni hér á landi sem
útgefin var í tengslum við 1000 ára ártíð
kristnitökunnar, að sr. Jónas Gíslason
vígslubiskup hafi velt þeirri spurningu upp
í grein, hvort slík smárit hefðu komið til
Hafnarfjarðar með Hansakaupmönnum
um eða upp úr aldamótunum 1500. Þeirri
spurningu verður líklega aldrei svarað.
Hins vegar er ljóst að til er eitt
smárit á íslensku (sagnir eru um að
„RÆÐUNNI
GLEYMA ÞEIR,
EN SMÁRITIN
TAKA ÞEIR
MEÐ SÉR
HEIM OG
LESA ÞAU
ÞAR, EF TIL
VILL ÁSAMT
MÖRGUM
ÖÐRUM.“