Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.04.2021, Qupperneq 19

Bjarmi - 01.04.2021, Qupperneq 19
bjarmi | apríl 2021 | 19 þau hafi verið tvö) sem prentað var í Kaupmannahöfn árið 1812 og ber nafnið „Tímans ende“. Það er útlegging á texta úr Opinberunarbókinni. Eina hugsanlega skýringin á tilkomu þess er að Henderson hafi látið prenta það og komið með það til landsins 1814. Það er prentað í sömu dönsku prentsmiðjunni sem síðar prentaði upphafshluta útgáfu sr. Jóns. Einnig er til smárit eftir Henderson, prentað 1815, þar sem hann fylgir eftir hvatningu sinni til stofnunar Biblíufélagsins, sem svo var stofnað sama ár. Þessi tvö virðast vera elstu ritin sem finnast. Sá tilgangur sem í upphafi var mótaður um stefnu og markmið smáritanna hefur í raun haldist allar götur síðan en auðvitað borið svipmót mismunandi skoðana eins og í upphafi. HVERJIR VORU VIRKASTIR Í SMÁRITAÚTGÁFU? SJÁLFSAGT ÞEKKJA FLESTIR SMÁRIT FRÁ HVÍTASUNNUMÖNNUM, AÐVENTISTUM, VOTTUM JEHÓVA (SEM LÍKLEGA TELJAST EKKI TIL VIÐURKENNDRA KRISTINNA SAFNAÐA) OG ÖÐRUM. EN ÞAÐ VORU MARGIR FLEIRI OG STUNDUM EINSTAKLINGAR, ER ÞAÐ EKKI? Ég hef ekki safnað ritum frá vottunum, enda ekki talið þá til kristinna safnaða. Útgáfuaðilar eru eins fjölbreyttir og hugsast getur en eiga það sammerkt að hafa viljað koma fram trúarsjónarmiðum sínum með því að taka beint eða óbeint þátt í trúmálaumræðu hvers tíma, t.d. með útgáfu prédikana, sem einnig var algengt. Höfum í huga að trúmálaumræðan var mjög virk á fyrri hluta síðustu aldar og tekist á um túlkanir og skoðanir, bæði í smáritum, tímaritum og blöðum. Bjarmi er gott dæmi um þá þátttöku og mörg smárit eiga uppruna sinn á síðum hans. Af trúfélögum er það rétt að aðventistar hafa verið mjög virkir frá því um aldamótin 1900 þegar David Östlund stjórnaði þeirra útgáfumálum. Fram á okkar daga hefur Frækornið, bókaforlag þeirra, sent frá sér fjölda smábæklinga. Þú nefndir hvítasunnumenn. Þaðan eru auðvitað til fjöldi einstakra rita, en hvað seríur varðar hafa þeir verið langduglegastir allra í að gefa út frásagnir Ritningarinnar myndskreyttar fyrir börn. Þar þekkja flestir Perlur, sem eru í raun vönduð smárit í hörðum kápum og svo einnig smáritin sem þau nefna Sagnabiblían, en það eru 30 endursagðar frásögur úr Gamla testamentinu og 22 úr því Nýja. Þá verður ekki hjá því komist að nefna Sjónarhæðarforstöðumennina á Akureyri, þá Arthur Gook og Sæmund Jóhannesson, sem sendu frá sér mikinn fjölda smárita, þar af sumt sérprentanir úr Norðurljósinu. Arthur Gook gaf einnig út fjórblöðunga undir nafninu „Smásögur handa ungmennum á árunum 1910 – 1918. Það er með fyrstu skipulögðu útgáfunum sem ætlaðar eru börnum og unglingum. Árið 1921 hóf Jón Helgason, prentari, svo útgáfu Ljósberans sem fyrstu 6 árin bar undirtitilinn „smárit barnanna“. Fyrst ég er farinn að tala um barnaefni má alveg velta því upp hvort biblíumyndirnar sem um áraraðir var dreift í sunnudagaskólum landsins, með prentuðum frásögum á bakhlið, hafi ekki í raun verið kristileg smárit í sinni smæstu mynd. Það væri að æra óstöðugan að telja upp alla þá eða þær hreyfingar sem staðið hafa að útgáfu smárita gegnum árin, slíkur er fjöldi þeirra. Ég hef þegar nefnt einstaka menn og verð því að fá að bæta við nokkrum sem stóðu að miklum fjölda rita á sinni tíð. Þar vil ég fyrst nefna Hallgrím Sveinsson biskup sem stóð að baki smáritum undir nafninu „Ný kristileg smárit“ og fylgdu Kirkjublaðinu á árunum 1893-7. Þau nutu stuðnings úr sjóði Jóns lærða á Möðrufelli. Þótti sumum það vart sæma stöðu biskups að vera að þýða sögur og standa að útgáfu í smáritum. Um og upp úr aldamótunum 1900 steig Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason fram, (síðar stofnandi dvalarheimilisins Grundar) og var mjög mikilvirkur einn sér eða í samstarfi við aðra, t.d. sr. Friðrik o.fl. Á sama tíma komu mörg smárit frá Lárusi Jóhannssyni, Hjónin Jóhannes og Sigurbjörg Jónsdóttir

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.