Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.04.2021, Page 23

Bjarmi - 01.04.2021, Page 23
bjarmi | apríl 2021 | 23 við heljarmikinn vír sem binda átti skipið með. Þegar búið er að festa vír þennan í bátinn þá bakkar skipið, en við það fór vírinn í skrúfuna á skipinu. Í LÍFSHÁSKA Það skipti engum togum að bátnum hvolfdi og skipið bakkaði á hann. Við það fékk ég mikið höfuðhögg og hef víst rotast, en hvað sem það nú var þá leið mér mjög vel, svo vel að mér hefur aldrei liðið betur og líður mér nú alltaf heldur vel. Mér fannst ég sjá líf mitt renna fyrir augum mínum rétt eins og ég horfði á kvikmynd. Þegar þetta gerðist hafði Guð gefið okkur hjónum 3 börn, sem öll voru mjög ung. Mér fannst ég sjá þau eitt í einu þar sem þau voru. Ég sá líka konuna mína, þar sem hún sinnti verkum sínum heima. Mér fannst ég sjá Vatnaskóg í þeim fegursta sumarskrúða sem ég hefi hann augum litið. Þá fannst mér ég segja: „Jæja, nú er þessu öllu lokið.“ Þá finnst mér að kippt sé í öxlina á mér og við mig sögð þessi orð er standa í 3. kafla í Orðskviðunum 11. og 12. versi: „Son minn, lítilsvirð eigi ögun Drottins og lát þér eigi gremjast umvöndun hans því að Drottinn agar þann, sem hann elskar, og lætur þann son kenna til, sem hann hefir mætur á.“ Við þetta vakna ég úr þessu dái, eða hvað það nú var. Ég sá ekki neitt, það var svartamyrkur og ískaldur sjór og mér fannst ég vera að kafna. Ofan á mér lá allt það sem losnað hafði úr stýrishúsi bátsins svo ég gat mig hvergi hreyft. Þá gerðist það að báturinn fer aðra veltu svo um mig losnar og upp gat ég staðið og hurðina fann ég um leið og báturinn fór yfir á ný. BARÁTTA UPP Á LÍF OG DAUÐA Nú hófst baráttan fyrir lífinu. Mér fannst ég alveg vera að kafna. Ég var alltaf að drekka meira og meira af sjó. Einhvern veginn komst ég út á þilfar bátsins, sem nú snéri niður og eftir því skreið ég með þunga bátsins ofan á mér. Ég fann borðstokkinn og fleygði mér út fyrir, en þá var kippt í. Ég fór til baka og fann þá kaðal, sem flækst hafði um annan fót minn, en kaðallinn var fastur í bátnum. Spyrjið mig ekki hvernig ég gat losað hann, en ég losnaði og spyrnti mér fast frá bátnum á ný. En sá fögnuður að komast upp á yfirborð sjávar og anda á ný. Þegar ég hafði áttað mig og litið í kringum mig sá ég félaga mína á dráttarbátnum rétt hjá og kölluðu þeir til mín og köstuðu til mín bjarghringjum. Ég synti í átt til þeirra og komst í einn þeirra. Þegar báturinn var kominn það nærri að hægt var að kasta til mín línu og draga mig að honum, þá var það gert en illa gekk að ná mér upp. Ég fór hvað eftir annað undir bátinn, því hann valt svo mikið, vegna ókyrrðar í sjónum. Þegar ég loks lá á lunningu bátsins og sjórinn rann upp úr mér og ég frétti að mönnunum og piltinum, sem voru með mér á bátnum hefði öllum verið bjargað svo að segja strax upp í bát tollgæslunnar, sem leið átti þarna um í þann mund er bátnum hvolfdi, þá þakkaði ég Guði af öllu hjarta fyrir lífgjöfina. GUÐI SÉU ÞAKKIR Ekki varð mér á nokkurn hátt meint af þessu slysi. Þegar við hjónin enduðum þennan dag með Guðs orði og bæn drógum við okkur orð úr mannakornakassanum, en þau eru hjá Jesaja, 43. kafla, 1. og 2. vers: „Óttast þú eigi, því ég frelsa þig, ég kalla á þig með nafni, þú ert minn. Gangir þú gegnum vötnin, þá er ég með þér, gegnum vatnsföllin þá skulu þau ekki flæða yfir þig, gangir þú gegnum eld, skalt þú eigi brenna þig, og loginn skal eigi granda þér.“ Ef nokkur maður getur þakkað Guði handleiðslu hans og vernd þá er það ég. Dagsdaglega lifi ég í náð hans og varðveislu, en ástæðan fyrir því að ég segi hér frá þessum atburði er sú að fyrir nokkuð mörgum árum var ég uppi í Vatnaskógi snemma vors. Þar voru ekki aðrir en Kristín Guðmundsdóttir, ráðskona okkar Skógarmanna, og tveir drengir er komið höfðu kvöldið áður. Ég vaknaði snemma þennan morgun og þurfti fram. Verður mér þá litið út og sé fegurð náttúrunnar Henni er ekki hægt að lýsa með orðum, en þeirri hugsun slær niður í huga minn að svona hafi Vatnaskógur litið út morguninn þegar bátnum hvolfdi og mér fannst ég hreinlega lifa þennan atburð á ný. Þetta varð til þess að ég festi þessa frásögu á blað, þó ég hefði ekki ætlað nokkrum að heyra hana. Þegar maður hefur alist upp í þeim félagsskap, sem starfað hefur í þessu húsi (á Amtmannsstíg 2b) áratugum saman og fengið að taka á móti Guði sem frelsara sínum og notið þess samfélags sem KFUM og KFUK veitir, en verður svo að vera án samfélagsins vegna ýmissa ástæðna um svo og svo langan tíma, finnur maður hvers virði samfélagið og guðsorðið er. Enginn skilur betur en sá er reynir að það er í raun og veru „náð að eiga Jesú, einkavin í hverri þraut.“ (Sálmur 43 í Sálmabókinni) Sagt var frá þessu slysi í Morgun- blaðinu 3. nóvember 1961. Ása og Sverrir á brúðkaupsdaginn 22. október 1949

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.