Bjarmi - 01.04.2021, Page 24
| bjarmi | apríl 202124
RAGNAR GUNNARSSON:
„Starf meðal flóttafólks
hér á landi er alvöru
kristniboðsstarf“
VIÐTAL VIÐ KJARTAN JÓNSSON UM NÝÚTKOMNA BÓK HANS UM
FLÓTTAMENN
Nýverið kom út bókin Flóttamenn.
Þjónusta kirkna og kristilegra samtaka
á Vesturlöndum í þeirra þágu. Höfundur
bókarinnar er dr. Kjartan Jónsson,
sóknarprestur í Tjarnaprestakalli í
Hafnarfirði og kristniboði í Keníu í mörg
ár. Fulltrúi Bjarma hafði samband við
Kjartan til þess að fræðast meira um
bókina og fyrst var að fá að vita hver
var kveikjan að því að hann skrifaði
þessa bók?
Ég fór í námsleyfi veturinn 2019-
2020 og mér fannst Guð leggja mér á
hjarta að kynna mér málefni flóttamanna.
Bakgrunnur minn skiptir að sjálfsögðu máli.
Ég var kristniboði í Keníu í 12 ár þar sem
ég lifði og hrærðist í framandi menningu,
lærði þvermenningarleg fræði við Fuller
Theological Seminary, School of Intercultural
Studies í Kaliforníu og síðar mannfræði við
Háskóla Íslands. Ég hef mikinn áhuga á
menningu annarra þjóða og sem kristniboði
höfða innflytjendur, sérstaklega flóttamenn,
til mín. Mér finnst mér renna blóðið til
skyldunnar að leggja mitt af mörkum til
að þeir fái tækifæri til að kynnast kristinni
trú. Í seinni tíð hefur innflytjendum og
hælisleitendum fjölgað mjög hér á landi og
því má segja að kristniboðsakurinn sé að
einhverju leyti kominn í nágrenni okkar.
Kristniboðssambandið hefur verið
brautryðjandi í að bjóða útlendingum
ókeypis íslenskunámskeið og þannig
lagt sitt af mörkum til að hjálpa þeim
að aðlagast íslensku samfélagi sem er
mjög mikilvæg samfélagsþjónusta. Þar
er fræðsla um kristna trú og öllum er
velkomið að kynnast og taka þátt í öðru
starfi Kristniboðssambandsins. Svona
starf vindur upp á sig, fólk kynnist og
fær áhuga á að stofna hannyrðahópa,
biblíulestrarhópa o.s.frv. Fyrir mörgum er
þetta eina samfélagið sem þeir hafa við fólk
utan heimilisins.
Sjálfur hef ég boðið upp á íslensku-
námskeið fyrir útlendinga í Ástjarnarkirkju
þar sem ég er sóknarprestur og hef góða
reynslu af því.
Þó að ég hafi lesið nokkrar bækur um
málefni flóttamanna á undanförnum árum
var ég illa að mér um þennan málaflokk og
einsetti mér að reyna að setja mig vel inn
í efnið í námsleyfinu og skráði mig meðal
annars í Háskóla Íslands til að sækja
námskeið um þessi mál.
Þar sem ég var í launuðu leyfi fannst
mér ég þurfa að skila einhverju af mér eftir
veturinn og ákvað að skrifa ritgerð um efnið.
Eftir því sem ég las fleiri bækur og greinar
og hlustaði á góða fyrirlestra mótaðist efnið
í huga mér. Ég vildi skrifa efni sem væri
fræðandi og hagnýtt fyrir almennt kirkjufólk.
Því ákvað ég að kynna mér hvað aðrar
kirkjur og kristileg félög í öðrum löndum
gera fyrir flóttafólk til að gefa kirkjufólki
hugmyndir um hvað hægt væri að gera hér