Bjarmi - 01.04.2021, Page 26
| bjarmi | apríl 202126
vernd hér á landi með því að skýla sér á
bak við s.k. Dyflinnarreglugerð sem gengur
út á að það land sem flóttamenn koma
fyrst til á evrópska efnahagssvæðinu skuli
bera ábyrgð á þeim. Eins og kunnugt er,
er svo til ómögulegt fyrir flóttamenn að
komast beint til Íslands frá löndum utan
svæðisins. Flestir koma þeir til landa í
S-Evrópu, aðallega Grikklands og Ítalíu.
Vegna tregðu margra landa í norðurhluta
álfunnar til að taka á móti flóttafólki er
byrðum vegna þess mjög ójafnt dreift og
löndin í suðri sitja uppi með flóttafólkið.
Yfirvöld í löndum S-Evrópu hafa gagnrýnt
þessa reglugerð og segja hana ekki ná
tilgangi sínum sem er að koma í veg fyrir
að flóttamenn sæki um hæli í mörgum
löndum samtímis. Framkvæmdastjóri
Lútherska heimssambandsins Martin
Junge segir hana vera dautt plagg því
eining Evrópu við móttöku þeirra virki
ekki. Efnahagur Ítalíu og Grikklands er
þannig að þessi lönd eru ófær um að
veita öllu því flóttafólki sem þangað hefur
komið kost á viðunandi lífskjörum. Ísland
hefur reynt að komast hjá því að axla
ábyrgð í þessum málaflokki þó að aðeins
hafi þokast í rétta átt síðustu misseri.
Þróun öfgaþjóðernisstefnu í Evrópu
og víðar er uggvænleg. Þeir sem aðhyllast
hana óttast flóttamenn og útlendinga
og telja þá ógn við öryggi, efnahag,
menningu og trúarbrögð landanna. Þeir
ala á útlendingahatri.
Það hefur verið einkar ánægjulegt að
kynna sér hvað kirkjur og kristileg félög
gera fyrir flóttafólk og hrífandi að kynnast
fólki sem leggur sumt allt í sölurnar til að
þjóna þessu fólki sem best.
VIÐ HVERJA Á BÓKIN ERINDI?
Bókin er fyrst og fremst ætluð kirkjufólki en
hún gagnast einnig þeim sem vilja fræðast
um orsakir flóttamannavanda samtímans
og þróun á stefnu stjórnmálaflokka í Evrópu
í málefnum hælisleitenda og nýbúa.
HVERJU VONAST ÞÚ TIL AÐ
LESTUR BÓKARINNAR BREYTI?
Ég vonast til þess að bókin uppljúki ýmsu
fyrir fólki er snýr að málefnum flóttamanna,
skapi umræðu í söfnuðum landsins, í
þjóðkirkjunni og utan hennar, um málefni
útlendinga og flóttafólks og að starf fyrir
þetta fólk verði jafn sjálfsagt í söfnuðunum
og annað starf, til dæmis starf fyrir unglinga
og eldri borgara. Einnig vona ég að þeir
sem standa fyrir kristniboðsstarfi á erlendri
grundu líti á starf á meðal þessa fólks hér á
landi sem alvöru kristniboðsstarf sem leggja
beri áherslu á.
HVAÐA VIÐBRÖGÐ HEFUR ÞÚ
FENGIÐ?
Viðbrögðin hafa verið mjög jákvæð, umfram
mínar væntingar, sem er einkar ánægjulegt.
AÐ LOKUM: HVAR GETUR FÓLK
NÁLGAST BÓKINA?
Salt ehf, útgáfufélag í eigu Kristniboðssam-
bandsins gefur bókina út og hún fæst m.a.
á skrifstofu Kristniboðssambandsins, á
Basarnum, nytjamarkaði SÍK í Austurveri,
í Jötunni, Hátúni 2 og Kirkjuhúsinu,
Katrínartúni 4, bókaverslun Forlagsins og
hjá Pennanum á höfuðborgarsvæðinu, í
Keflavík, á Akranesi og Akureyri. Einnig má
panta hana á saltforlag.is.
Bjarmi þakkar Kjartani spjallið og
hvetur að sjálfsögðu alla til að kynna sér
efni bókarinnar með því að lesa hana.
ÞRÓUN ÖFGA
ÞJÓÐERNIS
STEFNU Í EVRÓPU
OG VÍÐAR ER
UGGVÆNLEG. ÞEIR
SEM AÐHYLLAST
HANA ÓTTAST
FLÓTTAMENN
OG ÚTLENDINGA
OG TELJA ÞÁ ÓGN
VIÐ ÖRYGGI,
EFNAHAG,
MENNINGU OG
TRÚARBRÖGÐ
LANDANNA