Bjarmi - 01.04.2021, Page 33
bjarmi | apríl 2021 | 33
en fann síðar sköpunargáfunni farveg í
frjálsara formi. Í ljóðunum birtist hann oft
einn á ferð í skóginum með sína djúpu
skynjun á sköpun Guðs eins og gæti átt
við í ljóðinu Guðsþjónusta:
Ég sit hér í kirkju
úr skógarilmi, dögg og degi.
Bláklukkan hringir til messu,
hljóðlausum slögum.
Presturinn er án andlits
og predikunin án orða.
Heilagt sakramentið
er vorangan jarðar.
Laufsöngvari tístir við hreiður,
bjalla klífur upp strá.
Og djúpt í blessaðri þögninni
heyri ég lífshjartað slá.
Í heimi okkar er að finna traust,
ljós yfir stórt og smátt.
Þýski guðfræðingurinn Christian A.
Schwarz, aðalhöfundur svokallaðrar
náttúrulegrar safnaðaruppbyggingar,
hefur sett fram kenningar um níu blæbrigði
trúarlegrar skynjunar okkar.2 Um þessar
skynjanir má nota líkinguna um að Guð
„sendi út á níu rásum“ en við tökum oft
illa á móti nema á einni eða fáum þeirra.
Tilfinningin eða skynjunin gagnvart Guði
er sterkust á mismunandi sviðum hjá
okkur. Hans Børli er búinn því sem kalla
má trúarskynjun skynhrifa. Það sem hann
sér og heyrir beinir huga hans að því
sem er hærra og æðra. Hið smáa vísar til
hins stóra. Maurarnir sem feta slóð sína
á skógarbotninum gætu vísað til brauta
stjarnanna. Og löngunin og vonin eftir
lausn alls er greinilegt stef eins og þetta
ljóð vitnar um:
Jafnvel dimmasta miðnæturstund
veit að sólin er alltaf
hinum megin, að
snjórinn á tindunum á
brátt að glóa í nýrri dögun,
dýrin sem hafa veitt um nóttina
halda í fylgsnið. Þetta
veit nóttin. Og hjartað
á þessa vissu með henni
um stund.
Og síðar
– síðar verða mörkin máð út.
Gjárnar fylltar á ný. Lóðin
tekin af voginni.
Enginn þungi framar
né hróp og aðskilnaður
því mörkin hafa verið afmáð.
Lönd Lífs og Dauða
samtengd með skínandi brú
úr ljósi fastastjörnu.
Enginn
þarf lengur
ljós frá sól
eða lampaskin
því auglit Guðs lýsir.
Børli beinir næmri skynjun sinni einnig
að mannlífi og þjóðfélaginu og samúðar
1https://www.tf.uio.no/forskning/publikasjoner/nytt-norsk-kirkeblad/nnk-i-pdf/nnk-2018-4.pdf (sótt 5/2 ´21).
2Sjá t.d. Kjetil Sigerseth. Engasjert trosliv: Mitt, ditt og menighetens trosspråk, K-vekst forlag, Noregi 2019.
3Bókin kom út hjá Félagi ljóðaunnenda á Austurlandi 2019.
gætir gagnvart þeim sem standa höllum fæti
og þá einnig gagnrýni á félagslegt óréttlæti.
En auðvelt er að finna marga girnilega
lífsviskumola í ljóðunum.
Eitt er nauðsynlegt – hér
í þessari okkar erfiðu veröld
heimilislausra og án athvarfs:
Að setjast að í sjálfum sér.
Halda inn í myrkrið
og þrífa sótið af lampanum.
Þannig að fólk á ferð
geti séð ljósi bregða fyrir
í byggðum augum þínum.
Þessi ljóð eða ljóðabrot eru úr bókinni,
Þegar fólkið er farið heim, en þar er að finna
um 120 ljóð Børlis í þýðingu greinarhöfundar.3
Þar er einnig inngangur um Hans Børli
sem gefur fyllri mynd af honum en næsta
tilviljanakennd brot þessarar greinar.