Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 34

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 34
| bjarmi | apríl 202134 UM SÖGU LAUSANNE- HREYFINGARINNAR Í heimi mikilla umbreytinga á sviði stjórnmála, efnahagsmála, vísinda og trúarbragða sá Billy Graham ástæðu til þess að endurskilgreina kristniboð og kristna boðun – sem þó yrði ekki gert nema því aðeins að kristnir leiðtogar um víða veröld sameinuðust í köllun sinni, um að boða heiminum fagnaðarerindið. Það varð til þess að Billy Graham, ásamt góðum vini sínum, John Stott, söfnuðu saman 2.400 þátttakendum frá 150 löndum í Lausanne í Sviss til að tengjast, læra hver af öðrum og biðja saman. Með því varð til biblíuleg yfirlýsing sem kölluð er Lausanne-sáttmálinn. Þetta skjal mótaði hugsun hins evangelíska heims það sem eftir var aldarinnar og hefur verið „álitið eitt af mikilvægustu skjölum nútíma kirkjusögu ... það var sem sameinandi köllun til hinnar evangelísku kirkju um heim allan. Það skilgreindi merkingu þess að vera evangelískur og skoraði á kristið fólk að vinna saman að því að fólk um víða veröld kynntist Jesú Kristi.“ Frá árinu 1974 hefur Lausanne- hreyfingin staðið fyrir samverum, ráðstefnum og fleiri viðburðum í því skyni að safna saman lykilfólki um heim allan til þess að tengjast, biðja og læra hvert af öðru. Þessar samverur hafa orðið kirkjunni til hvatningar m.a. með því að setja saman skjöl sem hafa ýtt undir kristniboðshugsun og hugarfar um allan heim. LAUSANNE EVRÓPU Með þennan stórkostlega arf í farteskinu ákvað svæðisnefnd Lausanne-hreyfingar- innar í Evrópu að tímabært væri fyrir Evrópubúa að ræða saman um boðunarstarf og kristniboð í okkar eigin heimsálfu og þannig fæddist hugmyndin um Lausanne Evrópa 20/21: Samtal og samvera: Kröftugt fagnaðarerindi – Ný Evrópa. Evrópa er breytt og þar með breyttust áskoranir og tækifæri til kristniboðs einnig. Guðleysi og íslam sækja fram en staða kristinnar trúar veikist víða í Evrópu. Með komu innflytjenda til Evrópu hefur vaxið ótti meðal fólk um framtíð sjálfsmyndar okkar sem mismunandi þjóða í ótta við aðra sem eru ekki eins og við. Hugmyndafræði og stefnur okkar berjast um athygli og Covid-19 með samkomutakmörkunum hefur fært okkur nýtt líf með Zoom og öðrum samverum á netinu. Evrópa er breytt og breytist áfram. Hvaða áhrif hefur það á kirkju Krists í Evrópu? Hvernig bregðumst við við þessum nýja veruleika á merkingarbæran hátt frá sjónarhorni kristinnar heimsmyndar? Lausanne-hreyfingin í Evrópu leitast við að bregðast við þessari þróun með því að koma af stað ferli, sem með hjálp Heilags anda getur breytt stöðu mála. Við viljum hvetja á ferskan hátt til þess að fagnaðarerindið verði boðað í öllum löndum Evrópu. Við þráum að sjá biblíulegan sannleika móta sérhvert svið evrópsks samfélags. Og við viljum hvetja kristið fólk til að hafa áhrif á allan þann hugmyndaheim sem mótar lífsskoðun Evrópubúa um þessar mundir. Þetta viljum við gera með tvennum hætti; með víðtækum samræðum í Evrópu og með samveru leiðtoga í Evrópu sem hittast augliti til auglitis. Fyrsta skrefið er samræður og svonefndir áhrifahópar. Þetta ferli hófst í febrúar á þessu ári og við höfum gefið út efni mánaðarlega með ákveðnum þemum sem birst hafa á blogg-síðum, í greinum eða hlaðvörpum. Þau sem eru í hverjum hópi lesa eða hlusta og hittast síðan á 90 mínútna samveru á mánaðarfresti og ræða þær hugmyndir sem varpað hefur verið fram og biðja síðan saman fyrir heimsálfunni. Síðan tekur hópurinn saman helstu atriði og setur á vefsíðu Lausanne-hreyfingarinnar til þess að ýta undir samræður þar á milli hinna ýmsu áhrifahópa. Hóparnir sjálfir fóru upprunalega af stað undir forystu þeirra sem boðið var að mæta á ráðstefnuna í nóvember 2021 en hvatt var til þess að hver og einn myndaði 10-12 manna hóp. Nú bjóðum við hverjum sem vill byrja með svona hóp að fara í gang og taka þátt í umræðunni. Lesendur Bjarma, sem hafa áhuga á því, finna meiri upplýsingar hér að neðan. Í öðru lagi er síðan ráðstefnan í nóvember á næsta ári. Hvað gerist þegar rétt fólk með réttu hugmyndirnar hittast á réttum tíma fyrir mikilvægasta verkefni á jörð? Eitthvað stórkostlegt! Lausanne-hreyfingin hefur í rúm 40 ár fylgst með nýjum vináttutengslum, nýjum frumkvöðlaverkefnum, nýjum hugmyndum og hugtökum fæðast í tengslum við margs konar samverur og samhug. Það er bæn okkar fyrir þessari Evrópu-ráðstefnu. Við söfnum saman forystufólki frá allri Evrópu, körlum og konum, ungum og öldnum, prestum, forstöðufólki samtaka og kristniboðshreyfinga, fulltrúum fólks í JANET SEWELL Evrópuráðstefna Lausanne 2021

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.