Bjarmi - 01.04.2021, Side 35
dreifingunni, minnihlutahópa, áhrifafólks
innan lista, ríkisstjórna, fjölmiðla og
vinnustaða. Þetta er fólk sem myndi ekki
endilega hittast annars og hafa að jafnaði
ekki tækifæri til að tala saman og læra
hvert af öðru.
Með þessu tvennu, samræðum og
samveru, þráum við að sjá fólk sjái sjálft,
hittist, tali saman og sem afleiðingu þess að
það taki til starfa þegar við göngum saman
til verksins, að segja öðrum frá kröftugu
fagnaðarerindinu í Evrópu samtímans,
Evrópu hinni nýju.
SJÁUM
Okkur langar til að leiðtogar fái nýtt
sjónarhorn á Evrópu, kynni sér rannsóknir
og efni sem opnar augu þeirra fyrir
raunverulegu samhengi evrópsks veru leika
og hvernig við getum boðað fagnaðar-
erindið á áhrifaríkan hátt meðal Evrópubúa.
Við vörpum fram hugsjón og skilningi á
Evrópu sem kristniboðsakri til þess að
kirkjur og einstaklingar hafi verkfæri og
hvatningu til að taka þátt í frumkvöðlastarfi
á sviði kristniboðs.
HITTUMST
Okkur langar að ýta undir tengingar milli
þjóða, kirkjudeilda, kynslóða, karla og
kvenna, en einnig milli forystufólks í Evrópu
og í dreifingunni. Markmiðið er að vera
kveikjan að nýju samstarfi sem kallar fram
ferskt frumkvöðlastarf á sviði boðunar um
alla álfuna.
TÖLUM SAMAN
Við leggjum til pallborð til þess að deila,
hlusta og læra saman, en einnig til að biðja
og hlusta á Guð. Markmiðið er endurnýjun,
endurnýjað traust á Biblíunni í staðbundum
kirkjum, sem leið Guðs til að móta Evrópu
og í krafti heilsteypts lífs lærisveina sem eru
umbreyttir og þrá að breyta samfélaginu.
STÖRFUM
Síðast en ekki síst viljum við örva fólk til starfa.
Markmiðið er ekki einingin út af fyrir sig heldur
samstarf og samvinna um verkefnið að
boða Evrópu fagnaðarerindið. Við ætlum að
reyna að hvetja til stofnunar nýrra safnaða,
nýrra samvinnu trúboðsátaka, frumkvæðis í
leiðtogaþjálfun og ferskrar nýbreytni við að
blanda okkur í öll svið evrópsks samfélags.
Evrópa er breytt en fagnaðarerindið
hefur breytt Evrópu oft áður. Með Guðs
hjálp og í einingu göngum við fram til að
breyta Evrópu einu sinni enn með því að fara
saman og flytja kröftugt fagnaðarerindið í
Nýju Evrópu.
Ef þig langar að kynna þér betur
umræðu hópana og hvernig þú getur tekið
þátt í samræðum, heimsæktu þá gjarnan
heimasíðuna okkar:
w w w . l a u s a n n e e u r o p e . o r g /
conversation
HVER ER JANET?
Ég heiti Janet Sewell. Ég fæddist á Íslandi
en móðir mín er frönsk og faðir var enskur.
Ég bjó hér þar til ég lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð. Tveim
vikum síðar fór ég til Grikklands og tók þátt í
þriggja mánaða boðunarverkefni á vegum
Hellenic Ministries (HM), sem endaði sem
15 ára dvöl og starf á Grikklandi sem
kristniboði, en 14 þeirra var ég í fullu starfi
fyrir HM: Verkefni mín voru allt frá því að
vera persónulegur aðstoðarmaður og
sjómaður til skipuleggjanda viðburða,
vefsíðuþróun og trúvörn. Ég sinnti einnig
ljósmyndum og hljóðstjórnun svo eitthvað
sé nefnt.
Sumarið 2016 bauðst mér að sækja
ráðstefnu Lausanne-hreyfingarinnar
fyrir unga leiðtoga í Jakarta (YLG), sem
hugsuð var fyrir fólk í forystu á aldrinum
25-35 ára. Ráðstefnan breytti lífi mínu og
ég bauð mig fram sem sjálfboðaliða fyrir
starf meðal ungra leiðtoga Evrópudeildar
Lausanne
Árið 2018 hætti ég hjá HM og fór að
vinna í fullu starfi fyrir Lausanne Evrópu til að
undirbúa aðdragandann og ráðstefnuna
sjálfa sem kynnt er í greininni: Kröftugt
fagnaðarerindi — Ný Evrópa. Þar er ég
hluti af samhæfingarhópi sem stýrir þessu
verkefni ásamt fimm öðrum frá Evrópu og
aðalnefndinni þar sem ég sé um verklegan
undirbúning og þróun vefsins. Þetta er á
margan hátt draumavinnan mín, sem
frönsk, ensk og íslensk með 15 ár baki
á Grikklandi lít ég á mig sem evrópskan
kristniboða og mig hefur alltaf langað að
vinna á þver-evrópskum vettvangi. Ég
er svo spennt og einnig auðmjúk yfir að
Drottinn skuli hafa kallað mig til að vera
hluti af undirbúningshópnum!
Í fyrra giftist ég persneskum eiginmanni
mínum og við fluttum til Lundúna til þess
að hefja safnaðarmyndun meðal Írana þar
– starf sem vex dag frá degi. Samtímis
vinn ég að MA-ritgerð um samtíma
kristniboðsfræði sem beinir sjónum að
Evrópu. Til að kynnast okkur betur getur
þú heimsótt www.totaxidi.org
bjarmi | apríl 2021 | 35
Janet (fremst til vinstri) ásamt öðrum þátttakendum á ráðstefnu í Jakarata fyrir nokkrum árum