Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2021, Síða 40

Bjarmi - 01.04.2021, Síða 40
| bjarmi | apríl 202140 RÓSA ÓLÖF ÓLAFÍUDÓTTIR Konurnar í Hörgshlíð 12 Í þessari grein kynni ég til sögunnar stórkostlegar trúarhetjur. Þetta voru fimm konur sem störfuðu saman á einum eða öðrum tíma að sama markmiði, að hefja upp nafn Jesú og breiða út ilminn af þekkingunni á honum. Sú nafntogaðasta þeirra gekk undir nafninu Guðrún í Hörgshlíð. Hún var þekkt fyrir fyrirbænaþjónustu sem oft og iðulega leiddi til lækninga á sjúkdómum sem fólk þjáðist af. Sjálf gaf hún Guði dýrðina af þessum kraftaverkum. Hér verður aðeins reifuð saga tveggja þessara kvenna, hinar þrjár verða aðeins stuttlega kynntar vegna þess að rými til umfjöllunar er af skornum skammti. UPPHAFIÐ SALBJÖRG EYJÓLFSDÓTTIR (10. JÚLÍ 1900-20. ÁGÚST 1991) Salbjörg Eyjólfsdóttir var fædd að Geitareyjum á Skógarströnd. Hún var dóttir hjónanna Eyjólfs Stefánssonar og Sigríðar Friðriksdóttur. Salbjörg var yngst sjö systkina, fjögurra systra og þriggja bræðra en þeir létust allir í bernsku. Þegar Salvör var tveggja ára missti hún móður sína (1902). Faðir hennar gifti sig aftur árið 1906 og eignaðist hann og kona hans Jensína Kristín Jónsdóttir frá Arnarbæli á Fellsströnd einnig sjö börn en tvö þeirra létust í bernsku. Árið 1920 brá Eyjólfur faðir Salbjargar búi og fluttist með fjölskylduna til Hafnarfjarðar. Hann keypti húsið að Hverfisgötu 6b og þar bjó Salbjörg til æviloka.1 Strax í bernsku leituðu á huga Salbjargar spurningar um lífið, tilveruna og tilvist Guðs. Það vakti undrun manna þegar henni, ungri að árum, varð tíðrætt um synd og sekt mannsins. Þeim virtist sem slíkt umræðuefni væri á skjön við sakleysi bernskunnar. Um fermingaraldur sótti á hana djúp syndaneyð og hún fann sig knúna til að leita svara við öllum þeim spurningum sem sóttu og sótt höfðu á huga hennar svo lengi. En það var fátt um svör . Það var ekki fyrr en Salbjörg var um tvítugt að hún fékk svörin og þorstanum í sálu hennar var svalað. Systir hennar gaf henni Biblíu. Biblíunni fylgdi smákver þar sem útskýrt var með vísan í ritningarvers hvernig nálgast mætti Guð. Fyrir Salbjörgu opnuðust lindir hjálpræðisins og leit hennar var lokið. Hún iðraðist synda sinna frammi fyrir Jesú Kristi og öðlaðist langþráða sáluhjálp, frið og nýtt líf. Það leið ekki á löngu áður en hún skynjaði köllun Guðs til þjónustu við meðbræður sína og hún gekk í Hjálpræðisherinn. Salvör starfaði með þeim hér heima og síðar erlendis. Í þessari þjónustu í þágu Jesú Krists og meðsystkina sinna, smitaðist Salbjörg af berklum og markaði sjúkdómurinn endalok þjónustunnar í Hjálpræðishernum. Hún var lögð alvarlega veik inn á berklahælið á Vífilstöðum og um tíma var henni vart hugað líf. Læknar tjáðu henni að fram undan væri löng sjúkdómslega

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.