Bjarmi - 01.04.2021, Page 43
nokkuð áhrifaríkan hátt. Auglýst hafði verið að
Guðrún Jónsdóttir mundi tala á samkomu hjá
KFUK í Hafnarfirði tiltekið kvöld en föðurnafnið
hafði misritast og átti að vera Lárusdóttir. En
Guðrún Lárusdóttir, sem þá var formaður
KFUK í Reykjavík, komst ekki á staðinn
vegna ófyrirsjáanlegra atvika. Það sem varð
miðpunktur samkomunnar þetta kvöld var
það sem fólk kallaði skírn Guðrúnar í heilögum
anda. Hér gefum við Salbjörgu orðið:
„Skyndilega fellur andinn yfir Guðrúnu og
hún fer að lofa Guð hárri raustu í söng og
lofgjörð. Krafturinn og dýrð Guðs var þvílík
að líkja mátti við frásagnir Ritningarinnar
úr Opinberunarbókinni. Þessi kröftugi,
unaðslegi ómur af vörum hennar hljómaði í
mætti dýrðar Guðs og virtist eins og tónar
lofgjörðarinnar skyllu á vegginn og síðan til
baka fram og aftur í nokkurn tíma.“
Undir þessum náðarkrafti dýrðar Drottins
var Guðrún skírð (helguð) til þeirrar þjónustu
að biðja fyrir sjúkum og útlista Guðs orð í
nafni Drottins Jesú Krists.4
Hópurinn í Hafnarfirði sem myndast hafði
í kringum Sigurð hélt áfram að hittast að
heimili Einars Einarssonar og konu hans. Nú
var það Guðrún sem útlistaði Orðið og bað
fyrir sjúkum. Kraftaverkin gerðust eitt af öðru
og margur ílengdist í samfélaginu eftir að
hafa læknast af alvarlegum sjúkdómum og
öðlast sérstaka blessun í trúnni á Jesú Krist.
Margt af þessu fólki varð dýrmætir stólpar í
samfélaginu og bundust sterkum böndum
í einingu trúarinnar, út frá boðun Guðrúnar.4
Þess ber þó að geta að þessi hópur var
ekki sérstakur söfnuður eða trúfélag heldur
tilheyrðu flestir innan hans þjóðkirkjunni og
sú hefð hélst áfram þó trúaráherslur væru
ólíkar á sumum sviðum.
STARFIÐ
Eins og sagt var frá hér að framan hófst
þessi þjónusta árið 1935. Samkvæmt
aldarhættinum var það ekki til siðs að kona
prédikaði og kenndi Guðs orð. Einkum
reyndist það þyrnir í augum þeirra, sem fóru
í fylkingarbrjósti vakningarinnar, sem borist
hafði til landsins. Fullyrt var að slíkt væri í
andstöðu við Ritninguna. Þjónusta og starf
þeirra Guðrúnar og Salbjargar mætti því
nokkurri andstöðu, af þessum orsökum. Upp
í hugann koma margar frásagnir í Ritningunni
af útvalningu Guðs. Hvernig ríkjandi hefðir
urðu að lúta í lægra haldi fyrir vali Hans og
hve andlegum og veraldlegum ráðamönnum
þess tíma var sú útvalning bæði ráðgáta og
þyrnir í augum.
Árið 1943 bættist við samkomuhald að
Grettisgötu 43 í Reykjavík en það var þakklát
móðir sem opnaði heimili sitt fyrir þjónustunni
og þar var oftast fullt út úr dyrum. Sonur
þessarar móður hafði átt á hættu að missa
annan fótinn vegna ólæknandi sárs en fyrir
bæn Guðrúnar hélt hann fætinum. Frásögur
sjónarvotta báru að beinflísar hefðu gengið
út úr fæti drengsins eftir fyrirbæn Guðrúnar4.
HÖRGSHLÍÐ 12
Þann 28. apríl 1959 úthlutaði borgarstjórinn
í Reykjavík sjóði til byggingar samkomusalar
í Reykjavík til boðunar fagnaðarerindis Jesú
Krists og Sigríði Ottósdóttir, Hörgshlíð 12, lóð
að Hörgshlíð 12. Undir samninginn skrifar fyrir
hönd sjóðsins Vilborg Björnsdóttir formaður
hans. Sjóður þessi var stofnaður til minningar
um Kristján Ó Sveinsson múrara sem síðast
bjó í Hörgshlíð 12 og lagði manna mest til
byggingar hússins. Stofnendur sjóðsins voru
börn hans, þau Sveinborg Kristjánsdóttir,
Ingólfur Kristjánsson, Þórdís Kristjánsdóttir
og Sigurður Kristjánsson. Stofnfé sjóðsins
var 13.448 krónur. Tilgangur sjóðsins var
að standa undir rekstri samkomuhússins
Hörgshlíð 12 Reykjavík, með vöxtum af
stofnfé og gjafafé sem bærist en höfuðstólinn
Samfélagið í Hörgshlíð gaf út tímaritið Fagnaðarboða í 45 ár til ársins 1992.
mátti ekki rýra. Samkomuhald hefur verið
í húsinu óslitið frá þessum tíma. En þrátt
fyrir nýjan samkomusal í Reykjavík héldu
samkomurnar í Hafnarfirði þó áfram um
margra áratuga skeið. En starfið var þó svo
sannarlega ekki bundið við stað né stund því
fréttir af kraftaverkunum bárust víða og daga
sem nætur voru þær Guðrún og Salbjörg
tilbúnar til að svara beiðnum og biðja fyrir
þeim sem hringdu. Sömuleiðis var heimili
þeirra að Hverfisgötu 6b í Hafnarfirði alltaf
opið allan sólarhringinn, þar sem tekið var á
móti fólki sem leitaði til þeirra í neyð.
Salbjörg arfleiddi Kristniboðs sambandið
að húsi sínu, Hverfisgötu 6b í Hafnarfirði, og
var húsið selt til að standa straum af kostnaði
við boðunarstarfið.
Ég lýk greininni með stuttri frásögu
af þrem konum sem störfuðu náið með
Guðrúnu og Salbjörgu. Ég tel þær upp í
aldursröð.
KRISTÍN HANNESDÓTTIR FRÁ
STÓRU-SANDVÍK (12. JÚLÍ 1899-17.
MAÍ 1992)
Kristín kynntist fyrst starfi og bænum
Guðrúnar þegar maðurinn hennar veiktist af
erfiðum sjúkdómi og bar hún vitni um hvernig
Drottinn hafði heyrt undursamlegar fyrirbænir
Guðrúnar og líknað honum í þjáningum hans.
Eftir að Kristín varð ekkja sótti hún samkomur
bæði í Hafnarfirði og Hörgshlíð. En þar var
hún um árabil, virk í þjónustunni ásamt
Margréti tengdadóttur sinni. En Kristín hafði
bænir og fyrirbænir á undan prédikun. Einnig