Strandapósturinn - 01.06.1996, Qupperneq 21
Sláttur hófst í lok júní á einstökum bæjum í sýslunni, ög flestir
bændur voru byrjaðir í heyskap um miðjan júlí. Heyfengur var
ágætur og heyskapartíð einstaklega góð.
Að vanda hófst sauðijárslátrun í sláturhúsum sýslunnar um
miðjan september. Eftirfarandi tafla sýnir fjölda sláturfjár, með-
alfallþunga dilka og flokkun falla í úrvalsflokk og „fituflokka“ í
einstökum sláturhúsum.
Tafla 1. Fjöldi sláturfjár, meðalfallþungi dilka og flokkun falla í
úrvalsffokk og „fituflokka“ í Strandasýslu 1996.
gæðamat (% kjöts)
Sláturhús fjöldimeðalþ (kg). Úrv. DIB DIC
Borðeyri 13.163 15,00 1,8 9,4 2,2
Óspakseyri 4.618 15,65 2,5 6,1 2,5
Hólmavík 14.279 16,42 5,0 13,0 3,2
SAMTALS 32.060 15,73 3,3 10,5 2,7
Um haustið opnuðust möguleikar á útflutningi dilkakjöts til
Noregs, en þarlendir gerðu meiri heilbrigðiskröfur en tíðkast í
Evrópu. Þannig var það skilyrði að kjötið væri af „hreinum"
svæðum, þ.e. riðulausum svæðum sem leyfi hafa til líflambasölu.
þetta gerði kjöt af lömbum Strandamanna eftirsóttara en ella. Því
var tiltölu margt fé af Ströndum flutt til slátrunar á Hvamms-
tanga, en sláturhúsið þar er eitt örfárra sent leyfi hafa til slátrunar
fyrir erlendan markað. Þannig var þar slátrað 3.273 kindum á
vegurn Kaupfélags Steingrímsfjarðar haustið f996. Þetta skýrir
að miklu leyti þá fækkun sláturfjár sem tölurnar hér að ofan bera
með sér, en haustið 1995 var slátrað 37.161 kind í sláturhúsum
sýslunnar.
Meðalfallþungi dilka var mjög svipaður og haustið áður, og
sama má segja um gæðamat kjötsins. Eina afgerandi breytingin
milli ára fólst í mikilli aukningu á „úrvalskjöti“. í sláturhúsinu á
Hólmavík hækkaði þetta hlutfall úr 3,4% í 5,0%, og hefur það
aldrei orðið hærra. I hinum húsunum varð reynar enn meiri
aukning hlutfallslega, þannig að í heild fóru 3,3% af dilkakjöti í
þennan flokk, samanborið við 1,9% árið áður.
19