Strandapósturinn - 01.06.1996, Blaðsíða 23
málsins fyrstu rnánuði ársins í samvinnu við sarntök bænda á
svæðinu, en þegar kom fram á vorið var Ijóst að ekki yrði af
samstarfinu að sinni.
Kjötvinnslu á Hólmavík hefur vaxið „fiskur um hrygg“. Nýr
kjötiðnaðarmaður, Jóna Ólafsdóttir, tók við af Aðalbirni Leifs-
syni sem stjórnandi kjötvinnslunnar snemma árs, og mestan hluta
ársins unnu þar um 5 manns. Hannað var sérstakt merki fyrir
kjötið frá kjötvinnslunni, og ber það nú nafnið Strandakjöt. Þessi
nýbreytni hefur ásamt öðru orðið til að auka sölu á afurðum
vinnslunnar.
Eins og sést á mannfjöldatölum fer Strandamönnum fækkandi.
Ekki er þó þróunin öll niðurávið. Þannig hafa ungir bændur tekið
við fjórum búum í Bæjarhreppi á síðustu tveimur árum, en á móti
lagðist búskapur af á einum bæ í hreppnum. Norðar í sýslunni
virðist minna urn endurnýjun, og á árinu 1996 fóru a.m.k. tveir
bæir í eyði; Hella á Selströnd og Fell í Árneshreppi.
Utgerð og fiskvinnsla. Mikið góðæri ríkti í rækjuveiðum fyrstu
mánuði ársins. Verð var rnjög hátt og uppgrip í veiðum. Skamrnt
var þó liðið á árið þegar sölutregða fór að setja strik í reikninginn.
Birgðir söfnuðust upp og verðhrun varð á mörkuðum. Því varð
að hægja á vinnslunni í landi. Franr að þeim tíma hafði atvinnu-
ástand verið all þokkalegt, en seinni hluta vetrar og fram á vorið
var nokkurt atvinnuleysi í vinnslunni. I heild má þó segja, að árið
hafi verið hagstætt hvað atvinnu snertir, en afkoma óneitanlega
töluvert betri til sjávar en í vinnslunni.
Eftir mikil uppgrip, bæði í kílóunr og krónum, á innfjarðar-
rækjuvertíðinni, gripu sumir útgerðaraðilar til þess ráðs að binda
bátana og leigja allan úthafsrækju- og bolfiskkvóta. Á Hólmavík
var staðan þannig unr sumarið, að aðeins tveir bátar af sex sinntu
úthafsrækjuveiðum, tveir voru bundnir og kvótinn leigður, einn
lá við bryggju kvótalaus og sá sjötti var seldur. Víkurnes, rækju-
skip Hólmadrangs hf. er ekki með í þessari upptalningu, en
skipið stundaði rækjuveiðar nær allt árið. Þannig fékk vinnslan í
landi ævinlega nóg hráefni, enda var frystitogarinn Hólmadrang-
ur að auki sendur til rækjuveiða á Flæmingjagrunni á útmánuð-
um. Afli hans var settur í land í Kanada og hluti hans fluttur
21