Strandapósturinn - 01.06.1996, Síða 32
deyfð yflr kvennaknattspyrnunni eftir góða frammistöðu á síð-
ustu árum. Ekkert varð úr þátttöku í Sillumótinu, sem hefur verið
árvisst undanfarið, en liðið keppti á einu móti í Kópavogi í 2.
flokki. Þar fékk liðið sérstakan bikar fyrir prúðmennsku.
A-lið Geislans sigraði í bikarkeppni HSS í knattspyrnu karla. Þá
sigraði A-lið Geislans örugglega á pollamótinu.
Lið Sundfélagsins Grettis varð langstigahæst á sundmóti HSS
sem oftar, og Geislinn hafði að sama skapi yfirburði í stigakeppni
héraðsmóts og á barnamótinu í frjálsum íþróttum.
Þann 31. ágúst var 51. ársþing Héraðssambands Strandamanna
haldið á Broddanesi. Þar var Vignir Örn Pálsson á Grund endur-
kjörinn formaður sambandsins. Á þinginu voru kynnt úrslit í
kjöri íþróttamanna ársins. íþróttamaður HSS var kjörinn Birkir
Stefánsson í Tröllatungu, en hann stundaði æfingar af miklurn
dugnaði á árinu, náði góðum árangri í skíðagöngu og var áber-
andi í hlaupagreinum á frjálsíþróttamótum innan héraðs. Þá var
Halldór Logi Friðgeirsson á Drangsnesi kjörinn knattspyrnu-
maður ársins og Arnþór Ingi Jónsson á Hólmavík besti leikmaður
pollamóts. Bjarki Þorsteinsson á Hólmavík var kjörinn körfu-
boltamaður ársins, Brynjólfur Georgsson á Kjörseyri frjáls-
íþróttamaður ársins, Aðalheiður Guðbjörnsdóttir á Hólmavík
sundmaður ársins og Birgir Pétursson á Hólmavík skíðamaður
ársins.
Golfklúbbur Hólmavíkur starfaði af nokkrum krafti á árinu.
Töluvert var unnið við golfvöll félagsins á Skeljavíkurgrundum,
en þar er komin þokkaleg aðstaða með 9 holum. Gerð hefur verið
áætlun um framtíðaruppbyggingu á svæðinu, en mikið fjármagn
þarf til að ljúka verkinu.
Skáklið Taflfélags Hólmavíkur gerði það ekki endasleppt í
deildakeppni Skáksambands Islands. Árið 1995 vann liðið sig upp
í 3. deild, en hafði þar skamma viðdvöl, því að á vordögum 1996
var liðið komið í 2. deild keppninnar. Um haustið fór fram fyrri
hluti deildakeppninnar 1996—1997, og eru taldar töluverðar líkur
á að Hólmvíkingar vinni sér sæti í 1. deild með vorinu. Sveitin
hefur fengið nokkurn liðstyrk af aðkomumönnum, en engu að
síður hefur árangur hennar hlotið verðskuldaða athygli.
30