Strandapósturinn - 01.06.1996, Side 33
Skólamál. Síðla vetrar ákvað hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps
að hætta þátttöku í rekstri grunnskólans í Reykjanesi við ísafjarð-
ardjúp, en Nauteyrarhreppur átti aðild að skólanum fyrir sam-
einingu hreppanna. Aðrir rekstraraðilar, þ.e. Súðavíkurhreppur
og Isafjarðarkaupstaður, drógu sig einnig út úr rekstrinum,
þannig að skólahald lagðist af í Reykjanesi. Um haustið var komið
upp heimavist á Hólmavík fyrir nemendur úr fyrrum Nauteyrar-
hreppi, en þar voru þá þrjú börn á grunnskólaaldri. Fyrstu vik-
urnar var þeim reyndar ekið daglega í skólann yfir Steingríms-
fjarðarheiði, en eftir það bjuggu þau á heimavistinni og fóru
heim um helgar.
Miklar breytingar urðu á skipan grunnskólamála í landinu
þann 1. ágúst 1996, en þá tóku sveitarfélögin alfarið við rekstri
skólanna af ríkinu.
Vegagerð. Lítið var um vegaframkvæmdir á Ströndum 1996.
Þó var lokið við vegarkafla á Selströnd frá Fagurgalavík að
Ursúlukleif. Einnig var talsvert unnið við vegabætur í Árnes-
hreppi milli Trékyllisvíkur og Norðurfjarðar. Loks má nefna
framkvæmdir á Langadalsströnd í fyrrum Nauteyrarhreppi. Þar
var byggður nýr vegur fram hjá Rauðamýri, brúin yfir Hvanna-
dalsá var hækkuð, og vegarkaflar utar á ströndinni lagfærðir. Að
brúarvinnunni frátalinni voru þessi verkefni í höndum Fyllingar
hf. á Hólmavík, en Fyllingarmenn unnu einnig við vegagerð í
Isafjarðardjúpi og á Barðaströnd.
I árslok tók Jón Hörður Elíasson við rekstrarstjórastarfi hjá
Vegagerðinni á Hólmavík af Magnúsi Guðmundssyni sem lét af
störfum vegna aldurs eftir rúmlega 30 ára starf hjá Vegagerðinni.
Byggingar. Iðnaðarmenn á Ströndum höfðu í nógu að snúast á
árinu. Áður er getið um endurbætur á Riis-húsinu á Hólmavík og
á frystihúsi Hólmadrangs hf., en af öðrum verkefnum má nefna
Ijárhúsabyggingu að Bæ í Hrútafirði, nýja vöruskemmu á Borð-
eyri, rekaviðarhús í Árnesi og íbúðarhús á Hólmavík. Þá er ógetið
um Riis-húsið á Borðeyri, en þar voru endurbætur einnig í fullum
gangi. Allt þak hússins var endurnýjað, og var framkvæmda-
kostnaður ársins um 2 milljónir króna. Áður hafði suðurgafl
hússins verið gerður upp. Þorgeir Jónsson arkitekt hefur haft
31