Strandapósturinn - 01.06.1996, Side 34
umsjón með endurbótunum á húsinu, en þær eru unnar í nánu
samstarfi við Húsafriðunarnefnd ríkisins. Húsfriðunarsjóður
hefur styrkt þetta framtak myndarlega, en Byggðastofnun, Bæj-
arhreppur, Staðarhreppur, Sparisjóður Hrútfirðinga og Kaupfé-
lag Hrútfirðinga hafa einnig lagt sitt af mörkum. Ýmsar hug-
myndir eru uppi um framtíðarhlutverk hússins, og mun það
væntanlega gegna veigamiklu hlutverki í ferðaþjónustu í framtíð-
inni.
Um haustið voru sumarhúsin, sem staðið höfðu við Skeljavík í
nágrenni Hólmavíkur frá því sumarið Í990, tekin af grunnum
sínum og flutt suður á land. Islandsbanki eignaðist húsin á sínum
tíma á uppboði, og eftir ýmsar þreifingar um endursölu þeirra
tókust loks samningar milli bankans og Rangárflúða ehf. um kaup
þeirra síðarnefndu á húsunum. Þau verða sett niður á bökkum
Rangár, og lýkur þar með sérstæðum kafla í sögu þessara húsa.
Aðrar verklegar framkvæmdir. I ársbyrjun var boruð 100 m
djúp hola á Drangsnesi, og var tilgangurinn að leita að köldu
vatni, sem skortur var orðinn á. Ekkert vatn kom þó úr holunni,
en hitastigulsmælingar gáfu góðar vonir um að þarna væri jarð-
hita að flnna. Hitinn á 100 m dýpi var um 26 gráður, sem þykir
allvænlegt. Möguleikar á virkjun hugsanlegs jarðhita á Drangs-
nesi eru enn í athugun.
Auk borunar var unnið við vatnsveitu- og holræsaframkvæmd-
ir á Drangsnesi. Þá var steyptur 26 m kafli utan á viðlegubryggju
staðarins, en það verk hófst 1994. A Hólmavík var einnig unnið í
hafnarframkvæmdum, en þar var um 13.000 m3 dælt og mokað
upp úr höfninni. Dýpkunin gekk ekki snurðulaust. I fyrstu var
reynt að nota dæluskip, en botninn reyndist þá of harður. Seint
um haustið kom síðan gröfupramnú sem tókst að ljúka verkinu á
skömmum tíma. Heildarkostnaður við þessar framkvæmdir var
um 9 milljónir króna. Þá var talsvert unnið í frágangi gatna á
Hólmavík, m.a. í lagningu gangstétta.
Ymislegt. Nýr sýslumaður tók við embætti á Hólmavík í apríl,
en þá hafði Ríkarður Másson verið skipaður sýslumaður á Sauð-
árkróki eftir 13 ára starf í þágu Strandamanna. Nýi sýslumaður-
inn var valinn úr hópi 7 umsækjenda. Hann heitir Ólafur Þór
32