Strandapósturinn - 01.06.1996, Blaðsíða 35
Hauksson og var áður fulltrúi sýslumanns í Hafnarfirði. Fyrstu
mánuðina var nýi sýslumaðurinn í nokkru húsnæðishraki, þar
sem ástand sýslumannsbústaðarins var orðið bágborið til íbúðar
fyrir fjölskyldufólk. Eftir allmargar úttektir og rekistefnur var
loks ákveðið um haustið að ráðast í gagngerar endurbætur á
húsinu, og er þess vænst að það geti hýst fjölskyldu sýslumannsins
frá vordögum 1997.
Miklar breytingar urðu á sorpmálum Hólmvíkinga á árinu.
Sorphaugum staðarins var lokað, komið upp móttökustöð fyrir
flokkaðan úrgang og samið við verktaka um sorphirðu og flutn-
ing sorps til eyðingar í Reykjavík.
1 júlí gaf Héraðsnefnd Strandasýslu út nýstárlega bók, sem
hafði að geyrna úrval þjóðsagna af Ströndum. Magnús Rafnsson,
fræðimaður á Bakka í Bjarnarfirði, vann að þessu verkefni fyrir
héraðsnefndina, en hann hafði áður tekið saman ítarlega skrá um
ritaðar sögur og sagnir af svæðinu. Bókin nefnist Ægishjálmur og
er í kiljuformi, þannig að hún ætti að henta vel sem ferðafélagi
þeirra sem eiga leið urn Strandir og vilja kynnast ómi fortíðarinn-
ar á svæðinu.
Lokaorð. Pistlar sem þessi eru sjaldnast skrifaðir án aðstoðar
minnugra og glöggra heimildarmanna. Þessir árlegu þættir af
Ströndum eru þar engin undantekning. Á síðustu 10 árum hafa
nokkurn veginn sömu mennirnir fengið nokkurn veginn árvissar
upphringingar og verið spurðir í þaula um menn og málefni,
tíðarfar og aflabrögð. Því er löngu orðið tímabært að færa þeim
þakkir, því að án þeirra hefðu „fréttir að heirnan" orðið fáar og
smáar. Að öðrum ólöstuðum ber í þessu sambandi helst að nefna
Mána Laxdal kaupfélagsstjóra á Borðeyri, Sigrúnu Magnúsdótt-
ur kaupfélagsstjóra á Þambárvöllum, Jón Gústa Jónsson bónda í
Steinadal, Jón Alfreðsson kaupfélagsstjóra á Hólmavík, Brynjólf
Sæmundsson héraðsráðunaut, Gústaf Daníelsson framkvæmda-
stjóra Hólmadrangs hf, Guðmund B. Magnússon oddvita Kald-
rananeshrepps og Gunnstein Gíslason oddvita Árneshrepps.
Ollu þessu fólki eru færðar bestu þakkir fyrir hjálpina, svo og
þeim öðrum sem hafa lagt pistlahöfundi lið á þessurn 10 árum.
Lýkur hér að segja frá atburðum ársins 1996.
33