Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1996, Page 40

Strandapósturinn - 01.06.1996, Page 40
prestlærður, seinna prestur á Ríp. Pétur segir samskotin aukast, safnast hafi 800 ríkisdalir. Verulegur hluti þeirra var úr Húna- vatnssýslum, en síðar ákváðu ráðamenn þar að færa 600 ríkisdali af fénu til Kvennaskólans á Ytri-Ey. Hugmyndin um skólahald á Borðeyri komst aldrei vel til fram- kvæmda, en víst er að hún kom róti á hugi manna og hvatti til dáða. Ef til vill var hún hvati til þeirra skóla sem risu í nágrenninu síðar meir. Það sem minnir í dag á þessa alþýðuskólavakningu með áþreifanlegum hætti er sparisjóðsbók í Sparisjóði Hrútfirð- inga sem skráð er á Alþýðuskólasjóð Borðeyrar. Þessi bók hefur fylgt Sparisjóðnum alla tíð og er enn til. Einnig munu þeir félagarnir Torfi og Pétur hafa stofnað til lestrarfélags á Borðeyri um þetta leyti, af því má ráða hve hugur þeirra hefur staðið til að auka menntun fólks og almenna þekk- ingu. Hafa þeir verið í því sem fleiru langt á undan samtímanum. En nú taka önnur stórvirki við. Talið er að árið 1869 sé töluverð umræða í gangi um stofnun verslunarfélags fyrir byggðalögin við Húnaflóa. Mér þykir trúlegt að þegar menn á borð við þá Pétur Eggerts og Torfa Bjarnason voru að velta fyrir sér framfaramál- um þá hafi borið á góma hvernig hægt væri að koma á fót innlendri verslun. Verslun sem stjórnað væri af landsmönnum sjálfum, verslun sem leitaði eftir viðskiptum við fólk, byði upp á vandaða vöru á sanngjörnu verði og kæmi afurðum landsmanna í sölu á hæsta mögulegu verði hverju sinni. Það var mágur Pétur Eggerts, Páll J. Vídalín alþingismaður í Víðidalstungu sem fyrstur bar fram tillögu um stofnun verslun- arfélags á fundi á Þingeyrum 8. október 1869. Tillagan fékk góðar undirtektir og kosin var framkvæmda- nefnd til að undirbúa félagsstofnunina. I henni áttu sæti Páll J. Vídalín Víðidalstungu, Pétur Eggerts Borðeyri og Sveinn Skúla- son Staðarbakka. Þann 15. mars 1870 var fundur haldinn á Gauksmýri og Félags- verslunin við Húnaflóa formlega stofnuð og lög fyrir hana sam- þykkt. Þetta var hlutafélag og hvert hlutabréf á 25 ríkisdali og skyldu vera 800 talsins. Páll J. Vídalín var kosinn forseti félagsins en Pétur Eggerts 38
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.