Strandapósturinn - 01.06.1996, Page 40
prestlærður, seinna prestur á Ríp. Pétur segir samskotin aukast,
safnast hafi 800 ríkisdalir. Verulegur hluti þeirra var úr Húna-
vatnssýslum, en síðar ákváðu ráðamenn þar að færa 600 ríkisdali
af fénu til Kvennaskólans á Ytri-Ey.
Hugmyndin um skólahald á Borðeyri komst aldrei vel til fram-
kvæmda, en víst er að hún kom róti á hugi manna og hvatti til
dáða. Ef til vill var hún hvati til þeirra skóla sem risu í nágrenninu
síðar meir. Það sem minnir í dag á þessa alþýðuskólavakningu
með áþreifanlegum hætti er sparisjóðsbók í Sparisjóði Hrútfirð-
inga sem skráð er á Alþýðuskólasjóð Borðeyrar. Þessi bók hefur
fylgt Sparisjóðnum alla tíð og er enn til.
Einnig munu þeir félagarnir Torfi og Pétur hafa stofnað til
lestrarfélags á Borðeyri um þetta leyti, af því má ráða hve hugur
þeirra hefur staðið til að auka menntun fólks og almenna þekk-
ingu. Hafa þeir verið í því sem fleiru langt á undan samtímanum.
En nú taka önnur stórvirki við. Talið er að árið 1869 sé töluverð
umræða í gangi um stofnun verslunarfélags fyrir byggðalögin við
Húnaflóa. Mér þykir trúlegt að þegar menn á borð við þá Pétur
Eggerts og Torfa Bjarnason voru að velta fyrir sér framfaramál-
um þá hafi borið á góma hvernig hægt væri að koma á fót
innlendri verslun. Verslun sem stjórnað væri af landsmönnum
sjálfum, verslun sem leitaði eftir viðskiptum við fólk, byði upp á
vandaða vöru á sanngjörnu verði og kæmi afurðum landsmanna í
sölu á hæsta mögulegu verði hverju sinni.
Það var mágur Pétur Eggerts, Páll J. Vídalín alþingismaður í
Víðidalstungu sem fyrstur bar fram tillögu um stofnun verslun-
arfélags á fundi á Þingeyrum 8. október 1869.
Tillagan fékk góðar undirtektir og kosin var framkvæmda-
nefnd til að undirbúa félagsstofnunina. I henni áttu sæti Páll J.
Vídalín Víðidalstungu, Pétur Eggerts Borðeyri og Sveinn Skúla-
son Staðarbakka.
Þann 15. mars 1870 var fundur haldinn á Gauksmýri og Félags-
verslunin við Húnaflóa formlega stofnuð og lög fyrir hana sam-
þykkt. Þetta var hlutafélag og hvert hlutabréf á 25 ríkisdali og
skyldu vera 800 talsins.
Páll J. Vídalín var kosinn forseti félagsins en Pétur Eggerts
38