Strandapósturinn - 01.06.1996, Side 51
verða flokkarnir. Læt ég germönsk nöfn (þau eru flest norræn)
skipa A-flokk, en nöfn af öðrum uppruna og óvísum, svo og
blönduð, skipa B-flokk. Eg tek dæmi til skýringar. I A-flokki eru
t.d. Bergljót, Halldór, Sunnefa, Engilráð og Lýður. I B-flokki verða
Anna (hebreskt), Daði (af óvissum uppruna), Andrés (grískt), Mark-
ús (latneskt), Kjartan (keltneskt) og Kristbjörg (blandað).
Strandamenn voru prýðilega þjóðlegir 1703. Meðal kvenna-
nafna voru 84,5% í A-flokki, og meðal karla 87,8%. Nafnafjöld-
inn segir þó ekki allt. Ekkert karlmannanafn var nándar nærri
eins algengt og Jón (hebreskt) og allmargar konur báru grískætt-
uðu nöfnin Kristín og Margrét.
Enn voru allir Strandamenn einnefndir og ættarnöfn tíðkuðust
ekki, en það var að kalla eins um allt land. En nú skulum við sjá
hver voru algengustu nöfn Strandanranna 1703:
Konur:
1. Guðrún 144 = 25,9%
2. Ingibjörg 31 = 5,6%
3. Sigríður 30 = 5,4%
4. Valgerður 17
5. Steinunn 16
6. Margrét 15
7,- 8. Helga 14
7,— 8. Solveig 14
9. Halldóra 13
10. Þuríður 12
11. Kristín 11
12.-15. Björg 10
12.—15. Þorbjörg 10
12.-15. Þóra 10
12.—15. Þórunn 10
Karlar:
1- Jón 102 = 21,5%
2. Bjarni 41 = 8,7%
3. Magnús 23 = 4,9%
49