Strandapósturinn - 01.06.1996, Side 55
1. Hans Jakob Guðmundson 19 ára prestssonur í Árnesi í Árnes-
sókn.
2. Jústa Jóhanna Jónsdóttir 12 ára dóttir vinnukonu í Þorpurn í
Fellssókn.
3. Lilja Lalíla Gunnlaugsdóttir 68 ára á Kollsá í Prestbakkasókn.
4. Lilja Lalíla Jónsdóttir 12 ára bóndadóttir sama stað, dóttur-
dóttir nr. 3.
Á samsetninguna Lilja Lalíla verður nrinnst síðar, svo og hið
sjaldgæfa nafn Jústa.
3.
í upphafi 19. aldar tók landið að rísa eftir ósköp 18. aldarinnar.
Nú er komið ár 1845, og fólki ljölgar urn allt ísland og nöfnum
með. Nú eru Strandamenn orðnir 1335, konur þar af 726 og bera
100 nöfn, karlarnir láta sér ekki nægja færri en 120.
Margt hefur gerst, og skulum við þá fyrst sjá hvað horfið hefur
og komið frá því í manntalinu 1801. Horíln kvenmannsnöfn:
Arnbjörg (a), Arnlaug (a), Ása (a), Dfrfinna (a), Evfemía (b), Filipp-
ía (b), Geirlaug (a), Hallbjörg (a), Hallgerður (a), Hugborg (A), Júdit
(b),Jústa (b), Ljótunn (a), Rebekka (b), Svanborg (a), Svankildur (a) og
Sœunn (a).
En konrin í staðinn:
Ásta (a), Brynhildur (a), Elísa (b), Evlalía (b), Hildur (a), Ingigerður
(a) , Ingiríður (a), Jensína (b), Jófríður (a), Júlíana (b), Karítas (b),
Karólína (b), Kolperna (a), Kristbjörg (b), Kristjana (b), Magðalena
(b) , Magndís (a),2 Magnlaug (a),3 María (b), Marsibil (b), Monika (b),
Ósk (a), Pálína (b), Signý (a), Sigurbjörg (a), Sigurbjört (a), Sigurborg
(a), Sigurlaug (a), Sof(J)ía (b), Sólbjörg (a), Sunnefa (a), Una (a),
Venedía (b), Þórey (a) og Þrúður (a). Nú eru í A-flokki rétt 70%
kvennanafna ef Magndís og Magnlaug eru talin þar.
2. Þetta er að vísu vafamál. Þótt margt sé íslenskt orð, eru þessi nöfn allt eins líklega
gerð í líkingu við latneska nafnið Magnús, enda voru Magndís og Magnlaug
þeirra á Ströndum 1845 Magnúsdætur.
3. Sjá athugasemd nr. 2.
53