Strandapósturinn - 01.06.1996, Page 58
8. Benedikt Kristján Guðbrandsson 7 ára, sama stað, fæddur
innan sýslu.
9. Lilja Lalíla Jónsdóttir 55 ára, Heydal í Óspakseyrarsókn,
fædd innan sýslu (sjá fyrr).
10. Guðný Margrét Magnúsdóttir 10 ára, Skálholtsvík í Óspaks-
eyrarsókn, fædd utan sýslu.
11. Þórunn Sigríður Magnúsdóttir eins árs sama stað, fædd inn-
an sýslu.
12. Anna Kristín Jónsdóttir 4 ára, Laxárdal í Prestsbakkasókn,
fædd innan sýslu.
13. Ólafur Helgi Þorsteinsson 15 ára, Bæ í Prestsbakkasókn,
fæddur utan sýslu.
14. Guðrún Þórunn Jónsdóttir eins árs, Ljótunnarstöðum í
Prestsbakkasókn, fædd innan sýslu.
15. Sólbjörg Jórunn Vigfúsdóttir eins árs, Kollsá í Prestsbakka-
sókn, fædd innan sýslu.
Fáeinum „ættarnöfnum“ bregður fyrir í Strandasýslu 1845.
Flest þeirra eru þó ekki eiginleg ættarnöfn, heldur hefur einhver
karlmaður tekið sér nafnið eða brákað föðurnafn sitt. Kona hans
og börn eru eftir sem áður dóttir og son eftir réttu eðli og lögum
tungunnar. Sjá má þessi „ættarnöfn“ meðal Strandamanna fyrr-
greint ár: Salomonsen, Tofte, Wiborg og Sívertsen.
Þá var í sýslunni danskfæddur beykir, Johan Carl Söebech.
Kona hans var eftir sem áður Jónsdóttir, en dætur þeirra skráðar
Söebech.
4.
Nú ætla ég að gamni mínu að geta nokkurra nafna úr skrám
Strandamanna. Þau eru valin af geðþótta, en sum þeirra koma
ekki fyrir utan sýslunnar.
Arnheiður er forn samsetning. Um fyrri hlutann er óvíst hvort
dreginn sé af fuglsheitinu örn eða orðinu arinn. Arinninn gat
táknað heilagan fórnareld eða heimiliseldinn og þá heimilið allt
Heiður í síðari hlutanum er = hin bjarta. Oft var h- ið fellt niður í
stafsetningu nafnsins, svo að úr verður Arneiður, en ritun nafna
56