Strandapósturinn - 01.06.1996, Qupperneq 59
og prentun í heimildum er með ýmsu móti og þarf ekki að veita
skýra vísbendingu um framburð.
Arnheiður var víst afar sjaldgæft á Islandi í fyrndinni, og 1703
eru konur með því nafni aðeins þrjár skráðar með h-i og tvær
h- lausar. Önnur þeirra var í Strandasýslu. Árið 1801 er svo komið,
að ein er á öllu landinu, Arnheiður Þorbjörnsdóttir, tvítug, í Götu í
Strandarsókn í Árnessýslu. Síðan færðist nafnið yfir í Rangárvalla-
sýslu og lifði þar fram eftir 19 öld. Svo tók að fjölga. Árið 1910 eru 15
á landinu öllu, og 1921—50 fá 38 meyjar Arnheiðar-nafn. Það er ekki
mjög fátítt í síðustu árgöngum, sex voru t.d. nefndar svo 1960.
Asarías þótti mér allundarlegt nafn við fyrstu sýn, en er aðeins
dæmi þess hvernig fólk skimaði út og suður um Biblíuna á 19. öld
í leit að nýjum skírnarnöfnum á börn sín. Þetta nafn er úr hebr-
esku Azariah = „guð hefur hjálpað". Reyndust ekki færri en 27
menn heita nafni þessu í hinni helgu bók.
Árið 1801 var á Smáhömrum í Fellssókn í Strandasýslu Asarías
Jónsson 19 ára „uden fornuft", eins og skrifað stendur. Þetta mun
vera staknefni á Islandi.
Atli er fornt norrænt heiti, leitt af atall = grimmur, ötull,
erfiður. „Ganska vanligt sával pá Island som i Norge ock ur-
gammalt“, segir Lind. Og rétt er það. Margir Atlar eru nefndir í
Landnámu og Sturlungu.
Nú er þess að geta, að þessu nafni hefur sjálfsagt slegið saman
við nafn hins forna Húnakonungs. Atta er á gotnesku faðir og
með smækkunar- eða gæluendingu verður nafnið Attila („pabbi
litli“). Fyrir því er þó ekki ástæða til þess að við förum að skrifa
„Attli" í stað Atli.
Árið 1703 var þetta góða nafn, Atli, orðið heldur fátítt á landi
hér, átta alls. Þar af voru þrír í Strandasýslu og aðrir þrír í
Isaljarðarsýslu. Síðan fækkaði enn og varðveittist nafnið fram
eftir 19. öldinni helst með Isfirðingum og Rangæingum.
En þegar kemur fram á 20. öld, þykir mönnum nafnið árenni-
legt. Árin 1921—50 eru svo skírðir 72 sveinar, og í stuttnefnatísku
okkar daga er nafnið heldur en ekki í náðinni. Árið 1976 bætast
við 76 Atlar, 1982 er nefndur svo 31 sveinn og 1985 38 (18-19 sæti
karla).
57