Strandapósturinn - 01.06.1996, Page 61
Möttul sinn lét meyja drottins
mœtan upp og dreginn úr veetu
sýslufull á sólargeisla,
sólin hélt sem lœgi á stóli.
Merkiligust í miðri kirkju
meyjan fór um tíðir að deyja,
píslalaus sem göfugr geisli;
gceti hi'm vór að syndir bœtist.
Eitthvað minnir þetta á eldgyðjuna írsku.
Snemma tók að bera á því að i færi fram fyrir r nær upphafi
nafnsins meðal ýmissa, og í þjóðskrá 1982 er gerðin Birgitta alveg
orðin ofan á meðal okkar. Briet er þó enn vel lifandi.
Benóní er hebreskt nafn, og merkir fyrri hlutinn sonur. Allt
nafnið hefur verið þýtt „sorgarsonur" eða „sonur harmkvæla
minna“. Rakel nefndi svo yngri son sinn, er hún var banvæn af
barnsburðinum. Jakob breytti nafninu í Benjamín.
Árið 1703 hét enginn Islendingur Benóní, en komið var það til
skjalanna 1801. Það hefur hinsvegar fallið niður í Nafnalykli sr.
Björns Magnússonar. Mér er kunnugt um fjóra íslendinga sem
Benóní hétu 1801, tvo í Rangárþingi, einn á Snæfellsnesi og einn í
Strandasýslu. Sá var Benóní Guðmundsson 17 ára, bóndasonur í
Aratungu í Staðarsókn í Steingrímsfirði.
Mönnum með þessu nafni fjölgaði hér nokkuð á fyrri hluta 19.
aldar, en svo hefur dregið úr. I flestum allsherjarmanntölum eru
þeir á milli 20 og 30. Nafninu bregður fyrir í flestum árgöngum
upp á síðkastið. Astæðulaust þykir mér að setjaý í endann í stað í.
Engilráð var til í Strandasýslu allan tímann sem þessi ritgerð
tekur til. Þetta nafn var helst haft vestanlands 1703 og var ekki til
á stórum flákum landsins.
Nöfn með forskeytinu engil eru helst talin komin úr þýsku til
Norðurlanda, en um merkingu forliðarins er ekki full vissa, enda
þótt menn hafi síðar tengt þetta í meðvitund sinni við engla guðs.
Engill í þeirri merkingu er tökuorð úr grísku (angilos) og merkir
upphaflega sendiboða, enda eru englarnir í fornurn bókum okk-
59