Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1996, Page 79

Strandapósturinn - 01.06.1996, Page 79
eins og mamma hafBi kennt mér. Þá fannst mér þetta langa skaft vera bara til bölvunar og fór að hugsa um að best væri að ná því bara af, en hætti þó við það og hugsaði að ef þetta væri lenska hér í Húnaþingi að nota svona skaft þá væri líklega best að reyna að læra það, svo tók ég fyrir næsta blett. Þegar ég stóð upp eftir að hafa lokið við að þurrka hann, renndi ég augunum yfir gólfið. Hvað myndu þetta verða margir blettir? Nú það myndu verða 5 á þennan veginn og á hinn veginn yrðu það líka 5, það myndi gera 25 bletti! — 2 búnir, oh ho, nú dugði ekkert hangs, ég skellti mér á fjóra fætur og byrjaði með miklum krafti á þriðja blettinum. í sama bili opnast hurðin og Bensi kallar: „ég er búinn“. A eftir fylgdi eitthvert gorhljóð: „Hova! fjórum fótum, þú átt að standa maður!“ Sem betur fer skellti hann aftur hurðinni og var farinn, svo ég þurfti ekki að horfa lengi á glottið á honum. Þetta var aumkvunarverð uppákoma, sjálfsvirðing mín hlaut þarna stóran skell. Ég stóð upp og leit á klukkuna á veggnum, það var tæpur hálftími þar til kennslustund átti að hefjast og ég stóð nánast á byrjunarreit. Ég var allt í einu orðinn svo lítill, það söng í höfðinu á mér: „Þú átt að standa maður!“ sagði hann. Jaaá — standa. Allt hefur sinn tilgang, líka langa skaftið. Nú rann á mig örvæntingar- fullur berserksgangur og ég sveiflaðist með tuskuna á kústinum um gólfið. Nú gekk verkið fljótt, en gæðunum hrakaði stórlega og út úr stofunni slapp ég einhverjum mínútum áður en tíminn átti að byrja. Morgunkakóinu sem þvottaflokknum stóð alltaf til boða varð ég að sleppa að þessu sinni. Eftir þennan fyrsta gólfþvotta- morgun tók ég miklum framförum, þótt aldrei næði ég hraðan- um hans Bensa Gísla. Aðalkennarar skólans, Guðmundur Gíslason skólastjóri og séra Jón Guðnason, voru að mínum dómi mjög góðir kennarar. Þeir höfðu gott vald á nemendum og lag á að láta þá fylgjast með því sem fram fór í tímunum. Hjá Guðmundi minnist ég sérstaklega tímanna í þjóðfélagsfræði. Þetta var á þeim tíma sem við höfðum enn danskan kóng en þó farið að hilla undir að við fengjum fullt sjálfstæði, sem þá var reiknað með að yrði Í944. Guðmundur vakti með okkur sterka þjóðerniskennd og brýndi fyrir okkur 77
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.