Strandapósturinn - 01.06.1996, Page 85
ur. Þarna sá ég gömlu hjónin Einar Einarsson og Jensínu Páls-
dóttur. Vakti hvíthærður öldungurinn sérstaklega athygli fyrir
það hvað hann var hress í tali og kvikur í hreyfingum þó hann
væri búinn að vera blindur í mörg ár.
Daginn eftir var von á Dalamönnum að sunnan. Veður var
kyrrt sem fyrr en heldur minna frost. Færðin á Krossárdalnum
reyndist erfið og var komið yfir hádegi þegar þeir birtust. Við
vorum nú fluttir á trillu frá Hvítuhlíð þvert yfir Bitrufjörðinn.
Stikuhálsinn er talsvert brattur þarna og varð sumum uppgangan
erfið. Eg var nú hinsvegar óþreyttur og gat nú frekar létt undir
með þeim sem erfiðast áttu á þessum kafla. Við stoppuðum svo í
Víkunum eins og venjulega á þessum ferðum okkar, áður en við
hófum gönguna inn í þennan endalausa Hrútafjörð. Færðin fór
nú ört batnandi og þegar kom inn að Kollsá hafði sáralítið snjóað.
Við höfðum viðkomu á Prestbakka hjá frú Guðlaugu, en séra Jón
hafði farið inn í Reykjaskóla strax um morguninn. Og enn er
þrammað. Eg hef óljósan grun um að það hafi ekki verið mikil
reisn yfir lestinni sem hlykkjaðist niður Kjörseyrartangann, þang-
að sem við vorum sótt á Reykjaskólaskektunni góðu.
Lauk þar með þessari erfiðu jólaferð.
Það mun hafa verið nokkrum árum áður, sem Vigfús veitinga-
maður í Hreðavatnsskála kom heim til Islands, en hann hafði
dvalið í Bretlandi og víðar um skeið. Hann hafði lært spil sem
hann kallaði framsóknarvist. Nafngiftin fór fljótt í taugarnar á
mörgum pólitíkusum, en spilið varð nrjög vinsælt sem skemmti-
atriði á samkomum og nú kannast flestir við það sem félagsvist.
Nú var það einhverja helgina eftir áramótin að Skúli Guðmunds-
son alþingismaður þeirra Vestur-Húnvetninga dreif upp
skemmtun mikla á Hvammstanga og bauð okkur nemendum
Reykjaskóla með. Þarna var félagsvist eitt aðalskemmtiatriðið. Eg
held að enginn eða að minnsta kosti mjög fáir þátttakenda hafi
spilað þetta áður. Reyndist því mörgum villugjarnt og spilið allt
þungt í vöfum, ekki síst fyrir það að þarna var mikið af eldra fólki
sem farið var að tapa bæði sjón og heyrn. Allt hafðist þetta þó af
að lokum, enda voru þarna margir leiðbeinendur til aðstoðar. I
83