Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1996, Page 85

Strandapósturinn - 01.06.1996, Page 85
ur. Þarna sá ég gömlu hjónin Einar Einarsson og Jensínu Páls- dóttur. Vakti hvíthærður öldungurinn sérstaklega athygli fyrir það hvað hann var hress í tali og kvikur í hreyfingum þó hann væri búinn að vera blindur í mörg ár. Daginn eftir var von á Dalamönnum að sunnan. Veður var kyrrt sem fyrr en heldur minna frost. Færðin á Krossárdalnum reyndist erfið og var komið yfir hádegi þegar þeir birtust. Við vorum nú fluttir á trillu frá Hvítuhlíð þvert yfir Bitrufjörðinn. Stikuhálsinn er talsvert brattur þarna og varð sumum uppgangan erfið. Eg var nú hinsvegar óþreyttur og gat nú frekar létt undir með þeim sem erfiðast áttu á þessum kafla. Við stoppuðum svo í Víkunum eins og venjulega á þessum ferðum okkar, áður en við hófum gönguna inn í þennan endalausa Hrútafjörð. Færðin fór nú ört batnandi og þegar kom inn að Kollsá hafði sáralítið snjóað. Við höfðum viðkomu á Prestbakka hjá frú Guðlaugu, en séra Jón hafði farið inn í Reykjaskóla strax um morguninn. Og enn er þrammað. Eg hef óljósan grun um að það hafi ekki verið mikil reisn yfir lestinni sem hlykkjaðist niður Kjörseyrartangann, þang- að sem við vorum sótt á Reykjaskólaskektunni góðu. Lauk þar með þessari erfiðu jólaferð. Það mun hafa verið nokkrum árum áður, sem Vigfús veitinga- maður í Hreðavatnsskála kom heim til Islands, en hann hafði dvalið í Bretlandi og víðar um skeið. Hann hafði lært spil sem hann kallaði framsóknarvist. Nafngiftin fór fljótt í taugarnar á mörgum pólitíkusum, en spilið varð nrjög vinsælt sem skemmti- atriði á samkomum og nú kannast flestir við það sem félagsvist. Nú var það einhverja helgina eftir áramótin að Skúli Guðmunds- son alþingismaður þeirra Vestur-Húnvetninga dreif upp skemmtun mikla á Hvammstanga og bauð okkur nemendum Reykjaskóla með. Þarna var félagsvist eitt aðalskemmtiatriðið. Eg held að enginn eða að minnsta kosti mjög fáir þátttakenda hafi spilað þetta áður. Reyndist því mörgum villugjarnt og spilið allt þungt í vöfum, ekki síst fyrir það að þarna var mikið af eldra fólki sem farið var að tapa bæði sjón og heyrn. Allt hafðist þetta þó af að lokum, enda voru þarna margir leiðbeinendur til aðstoðar. I 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.