Strandapósturinn - 01.06.1996, Síða 87
aldrei fara niður fyrir 38. Anna, umsjónarkona skólans sá um
hirðinguna á mér þennan tíma og gerði það vel. Þegar ég loks var
laus við mesta hitann voru mér færðar námsbækurnar í rúmið.
Kennari kom svo til mín einu sinni eða tvisvar í viku til að hlýða
mér yfir og aðstoða mig við það sem ég strandaði á. Ég hef
stundum furðað mig á því að mér skyldi aldrei leiðast þessar
vikur, en sú var ekki raunin. Ég held að það hafi verið námsbæk-
urnar, svo ótrúlegt sem það nú er, sem björguðu því. Ég stundaði
nárnið vel eftir að ég fór að hressast. Ekkert var til að glepja,
hvorki útvarp né heimsóknir, sem reyndar voru bannaðar fyrstu
vikurnar. Þegar loks kom að því að ég gæti farið að mæta í
kennslutíma var ég ansi slappur, en sem betur fer hresstist ég
fljótt. Nú var farið að vora og styttast í prófin.
Fyrsta prófið var í leikfimi, í það varð ég að fara aðeins viku
eftir að ég reis úr bólinu. Fimleikamaður hef ég nú aldrei verið
enda var árangurinn eftir því. Önnur próf gengu svo betur enda
reyndu þau minna á líkamlegt þrek. Eftir skólauppsögn, sem var
síðasta vetrardag, var komið að kveðjustundinni. Flafði þá marg-
ur votan hvarrn og kökk í hálsi vitandi það að flest myndurn við
aldrei sjást framar á lífsleiðinni.
I Reykjaskóla voru nú komnir þrír sveitungar mínir sem stund-
að höfðu nám í Reykholtsskóla þennan vetur og voru nú á heim-
leið. Þetta voru Benedikt Þórðarson, Stefán Jónsson og Kristján
Guðbjartsson. Slógust þeir nú í för með okkur ferðafélögunum
úr jólaferðinni. Fleimferðin hófst eins og jólaferðin endaði, með
því að við vorum ferjaðir á skektunni góðu yfir á Kjörseyrartang-
ann. Síðan skyldu postularnir, tveir jafnfljótir skila okkur heim.
Þegar við komum að samkomuhúsinu á Borgum var þar að
heijast skemmtun. Bæhreppingar voru semsé að fagna sumri
með söng og gleðskap og einhverjum uppákomum sem ég man
nú óljóst hvað var. Flöfðum við þarna einhverja viðkomu þótt við
værum ekki samkvæmisklæddir. Síðan héldum við áfram út í
Víkurnar þar sem við gistum. Ég gisti alltaf í Guðlaugsvík í þess-
um ferðum mínum og fékk aldrei að borga næturgreiðann. Að
vísu kom það sér vel í þetta sinn, ég var með aleiguna 75 aura í
vasanum þegar ég kokhraustur spurði hvað ég ætti að borga fyrir
85