Strandapósturinn - 01.06.1996, Side 97
Eyfirðingur, síðan Stormur.
Var það dekkað aftan og fram-
an en með lifrarkössum um
miðjuna og var því aðallega
haldið úti á vetrurn á hákarl.
Var Stormur sífellt að brotna
þar til hann leið undir lok og
varð ekki langlífur. Skömrnu
síðar lét hann byggja dekkbát,
um 20 tonna, 22 álnir í kjöl,
sem hann nefndi Sæfaxa. Jón
Jörundsson á Reykjanesi var
skipstjóri. Var skipið á þorsk-
fiskiríi að sumrinu og í flutn-
ingum og lánaðist vel. 1884 átti
hann að ganga á hákarl þann
vetur með formann Sigvalda
Salomons, en fór þá aðeins
einu sinni og kornst aldrei til rniða. Hvessti áhlaups vestanrok og
rak hann upp á Gjögur og brotnaði í spón, en mannbjörg varð.
Nokkru seinna lét Jakob enn byggja þilskip af svipaðri stærð og
Sæfaxa, um 20 smálesta, og nefndi hann Storm. Hann lét hann
ganga á þorsk á sumrinu og lítilsháttar á hákarl en hann var ekki
lengi við líði. I rnars veturinn 1889 var hann albúinn til hákarla-
veiða með kost rnanna, veiðarfæri og fleira. Lá hann við landfest-
ar er þá gjörir afspyrnu vestanrok og sprengdi festarnar og rak út
af flrðinum. Sást hann ekki eftir það.
Enn var hafist handa 1892 og nýtt skip byggt sem nefnt var
Axel, af svipaðri stærð, urn 20 smálestir. Formaður á honurn var
Þorsteinn Sigurðsson. Gekk hann aðallega á þorsk, til flutninga
og spekúlantstúra. Lánaðist frekar vel með hann þar til hann rak
upp á Reykjarfirði í norðaustan stórviðri rétt fyrir aldamótin og
brotnaði í Spón.
Öll þessi skip sem áður hafa verið tilgreind voru smíðuð á
Reykjarfirði, að undanteknu fyrsta skipinu, Júlíönu, sem keypt
var að. Voru smiðir að þeim öllurn Jón Jónsson, bróðir Hjálmars
95